Ekki setja lög á sjómannadeilu

Ríkið á ekki að setja lög á vinnudeilu sjónmanna og útgerðar. Engir brýnir almannahagsmunir eru í húfi og því á að leyfa deiluaðilum að leysa sín mál.

Sjómannaafslátturinn á skattgreiðslum, sem vinstristjórn Jóhönnu Sig. afnam 2009, var gefinn fyrir hálfri öld þegar illa tókst að manna skipin. Sjómenn vilja núna sækja afsláttinn til útgerðarinnar sem segir nei. Þar við situr.

Sjómenn og samtök þeirra eru í færum að meta hvað útgerðin þolir í launakostnaði. Útspil sjómanna á síðasta sáttafundi, um að rannsaka söluandvirði uppsjávarfisks, gefur til kynna að ekki sé trúnaður á milli deiluaðila.

Ríkisvaldið á að gefa deiluaðilum þann tíma sem þeir þurfa til að ná samkomulagi.

 


mbl.is Ekki taldar líkur á fundum á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morðingjar og fasistar á æðstu stöðum

Orðbragðið um æðstu valdamenn stórríkja, Bandaríkjanna og Rússlands, er orðið þannig að ætla mætti að valdhafar þar séu morðingjar og fasistar.

Píratar stimpla Bandaríkjaforseta sem fasista og enduróma erlenda umræðu. Reglulega er Pútín Rússlandsforseti sakaður um morð í fjölmiðlum. 

Orðunum er beitt til að gera óþokka úr valdamönnum. En um leið hætt við að almenningur sætti sig við og geri ráð fyrir að yfirvaldið sé skipað óþokkum. Að ekki sé talað um ef þeir virðast ná árangri. Pútín er t.a.m. vinsæll heima fyrir og Trump fær blessun baklandsins sem hann treystir á.

Ef ,,fasistar" og ,,morðingjar" slá í gegn hjá stórþjóðum er eins líklegt að stjórnmálamenn smærri ríkja telji hagfellt til valda að líkja eftir meintum fasistum og morðingjum.

 


mbl.is Vill afsökunarbeiðni frá Fox News
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Venjulegur öfgamaður

Eitthvað óvenjulegt hlýtur að hvetja venjulega menn að ráðast með sveðju á mann og annan án fyrirvara.

Tilefni sveðjumannsins við Louvre-safnið virðist trúarlegt, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

Trúin gerir venjulegan mann að tilræðismanni. Trú sem hvetur til ofbeldisverka er óvenjuleg og eftir því hættuleg.  


mbl.is „Hann er bara venjulegur maður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lygi til varnar lýðræðinu

Að því marki sem teikning Der Spiegel sýnir líkindi milli Donald Trump og hryðjuverkamanns halda á afskornu höfði er myndin lygi. Ferðabann á ríkisborgara sjö múslímaríkja er ekki það sama og að skera höfuðið af einhverjum.

Ritstjóri tímaritsins segir teikninguna til varnar lýðræðinu. Sem vekur upp spurninguna hvort lygi geti varið lýðræði.

Lýðræði verður til sem valkostur við einræði eða fámennisvald. Hvorki er Trump einráður né hluti af fámennri valdaklíku. Hann er lýðræðislega kjörinn. Almennt er viðurkennt að þjóðríki ráði landamærum sínum og setji reglur um hverjum er hleypt inn fyrir þau. Allt frá 19. öld hafa Bandaríkin sett ýmsar reglur um hverjir megi koma til landsins - og jafnvel hvert Bandaríkjamenn mega fara, sbr. ferðabann á Kúbu.

Engu að síður finnst ýmsum Trump vera ógn við lýðræðið og grípa til lyga að verja það. Í huga þessa fólks hlýtur lýðræðið að vera annað en lýðræðislega kjörin stjórnvöld í þjóðríki með landamæri.

Ef landamæri eru opnuð upp á gátt og hver sem er getur farið inn og út yrði lýðræðið ekki fullkomið, eins og sumir virðast halda, heldur ábyrgðalaust. ,,Lýðurinn" ætti sér ekki samfélag með viðurkenndum stofnunum. Afleiðingin yrði stjórnleysi.

Og einmitt þangað leiðir lygin til varnar lýðræðinu: til stjórnleysis. 


mbl.is Til varnar lýðræðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband