Er hægt að gúggla sig til mennta?

Menntun var einu sinni að þýða latínu og grísku yfir íslensku á Bessastöðum en ensku í Oxford. Að auki lærðu nemendur ljóð utanbókar og kannski eitthvað smávegis í stærðfræði og stjarnvísindum. Með þennan grunn börðust Íslendingar til sjálfstæðis en Englendingar urðu heimsveldi.

Lýðræðisvæðing skólamenntunar á síðustu öld breytti inntaki hennar. Markmiðið var að koma sem flestum í gegnum skóla en ekki höfðu allir smekk fyrir fornmenntum og fagurbókmenntum. Sumir prjónuðu sig í gegnum skóla. Sígild menntun lét á sjá.

Eftir netvæðingu er þekkingin er hvers manns fingrum í gegnum leitarvélar eins og google. Skólakunnátta er lítils virði í samanburði.

Tvennt lærir maður þó ekki á google, sjálfsaga og sköpun. Að þýða texta á einu tungumáli yfir á annað krefst ögunar og sköpunargáfu.

Svarið við spurningunni í fyrirsögn er nei, við gúgglum okkur ekki til mennta. 


mbl.is Forstjóri Google svaraði sjö ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokatilboð - síðan neyðarkall

Á almennum vinnumarkaði eru tveir samningsaðilar, vinnuveitendur og launþegar. Það er þeirra og engra annarra að semja um kaup og kjör innan ramma laganna.

Fyrir tveim dögum sögðu sjómenn að þeir hefðu gert útgerðinni lokatilboð.

Sjómenn hlupu á sig og senda alþingi neyðarkall tveim dögum eftir ,,lokatilboð". Í kjaraviðræðum er ekkert lokatilboð, aðeins samningar.

 


mbl.is Sendir neyðarkall til alþingismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðurinn hættir blekkingu - ríkið tekur við

Jafnlaunavottun VR byggði á þeirri blekkingu að launagreiðslur væru eitthvað annað en greiðslur fyrir tiltekin störf - að kyn launþega skipti máli. VR gefst upp á blekkingunni og hættir að gefa út jafnlaunavottorð. Ríkið ætlar að yfirtaka starfsemina.

VR er markaðsaðili á vinnumarkaði; semur um kaup og kjör launþega. Kjarasamningar eru kynlausir og því þarf jafnlaunavottun að byggja á einhverju öðru til að finna kynbundinn launamun.

Upplýsingar um kynbundinn launamun eru ekki til. Aðeins eru til upplýsingar um að ólík störf gefi ólík laun - enda ganga kjarasamningar út á þá forsendu.

Velferðarráðuneytið reynir að blekkja fólk til að trúa því að upplýsingar um launamun á milli starfsgreina og starfsheita séu í raun tölfræði um launamun kynja.

Og það er einmitt velferðarráðuneytið sem mun taka yfir jafnlaunavottun sem vinnumarkaðurinn er að hætta við.

Ríkisvædd blekking er einmitt það sem við þurfum á að halda. Eða þannig.


mbl.is VR er hætt að votta laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband