Latar konur, duglegir karlar og launamunur

,,Hvers vegna vinna karl­ar meira? Hvers vegna vinna þeir leng­ur og af hverju eru kon­ur frek­ar í hluta­starfi..."

Þannig spyr Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu um launamun karla og kvenna.

Á bakvið spurninguna glittir í ásökun um að konur séu latar, vinni minna en karlar og fúlsi við fullu starfi en taki hlutastarf.

En enginn spyr um leti kvenna - vegna þess að spurningin er óþörf. Konur eru ekki latari en karlar. Það vita allir sem hafa umgengist bæði kynin.

Kynbundinn launamunur er að stærstum hluta frjálst val. Karlar kjósa að vinna meiri launavinnu en konur, sem vilja heldur ráðstafa tíma sínum í annað en launavinnu.

Laun eru greidd í hlutfalli við vinnuframlag, sem oftast er mælt í unnum vinnustundum. Þeir sem vinna meira fá hærri laun en hinir sem vinna minna.

Það er hvorki hlutverk Jafnréttisstofu né annarra ríkisstofnana að ákveða hvort fólk vinni lengur eða skemur; hvort það sinni hlutastörfum eða sé í fullri vinnu. Almenn lög um hvíldartíma og aðbúnað auk kjarasamninga sjá um þann ramma sem launþegar búa við. Og það regluverk er kynlaust. Nema ef vera skyldi að konur fá lengra fæðingarorlof en karlar.

 


mbl.is Alltaf mælanlegur kynbundinn munur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB Trompast

Íbúar Evrópusambandsríkja vilja taka upp stefnu Donald Trump Bandaríkjaforseta og takmarka eða banna innflutning fólks frá múslímaríkjum.

Fólksfjölgun múslíma í Evrópu helst í hendur við ótta margra í álfunni að múslímar verði ráðandi afl. Á sama tíma og múslímum fjölgar lækkar fæðingartíðni Evrópubúa.

Val íbúa ESB-ríkja stendur á milli fækkunar Evrópubúa eða fjölgunar með því að múslímar verði hlutfallsleg æ fleiri. Hvort heldur sem er stendur evrópsk menning á fallandi fæti.


mbl.is Vilja ferðabann í anda Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgitta: ferðabann er þjóðernishreinsun

Bandaríkin hyggjast taka upp strangari landamæravörslu og setja á ferðabann gagnvart sjö múslímaríkjum. Birgitta Jónsdóttir pírati telur landamæravörslu vera þjóðernishreinsanir og er andvaka vegna þeirra.

Þjóðernishreinsun er þegar ofbeldi er beitt til að hrekja fólk frá búsetu sinni. Ferðabann er þegar þjóðríki neitar viðtöku fólks sem hyggst taka þar búsetu.

Þegar hvítt er orðið svart skal ekki undra að umræðan verði merkingarlaus.


mbl.is Með nýja tilskipun í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband