Áfengi og falsrökin um hlutverk ríkisins

Áfengi í matvörubúðir er tilræði gegn lýðheilsu almennings. Þetta vita flutningsmenn frumvarps um málið og leggja til aukið fé í ,,forvarnir gegn óhóflegri áfengisneyslu."

Þingmennirnir sjá enga mótsögn í því að ríkið í einn stað auki aðgengi að áfengi en í annan stað stundi áróður gegn aukinni neyslu. Ef sama röksemdafærsla er flutt á önnur svið samfélagsins sést hve hún er veruleikafirrt.

Ef til dæmis leyfilegur hámarkshraði yrði hækkaður úr 80 km í 120 km veit hvert mannsbarn að slysatíðni ykist. Engu breytti þótt fé í umferðafræðslu yrði aukið; slysum myndi samt fjölga. Rökin halda ekki vatni.

Áfengi í matvörubúðir er sagt nauðsynlegt vegna þess að ríkið eigi ekki að stunda smásöluverslun eru önnur rök þigmannanna. Segir hver? Hvers vegna á ríkið að stunda rekstur á sviði heilbrigðisþjónustu en láta einkaaðila um að að auka stórlega á þann vanda sem við er að glíma - þ.e. óhóflega áfengisneyslu?

Venjur og hefðir helga hlutverk ríkisins. Við búum t.a.m. að þeirri hefð að ströng lög eru um sölu og meðferð skotvopna. Enginn kvartar undan þeim lögum. Þó er skotfimi viðurkennd íþrótt sem stælir atgervi og einbeitingu þeirra sem hana stunda. Allir vita að aukið aðgengi að skotvopnum ylli samfélaginu tjóni. Þess vegna eru lögin ströng og takmarka vopnaeign.

Áfengisneysla er hvorki íþrótt né bætir hún lýðheilsu. Áfengi er löglegt vímuefni sem ber að meðhöndla af ítrustu varkárni. Ef alþingi samþykkti áfengi í matvörubúðir væri það tilræði gegn almannahagsmunum.

 

 


mbl.is Leggja áfengisfrumvarpið fram aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Með þínum rökum ættu allir að ganga, en ekki keyra.  Það verður alltaf val einstaklingsins að misnota áfengi, eins og að keyra hratt.

Steinarr Kr. , 3.2.2017 kl. 09:30

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Punkturinn hjá mér, Steinarr, er að ríkisvaldið setur reglur um mörg svið mannlífsins, t.d. um áfengissölu, umferðarreglur og meðferð skotvopna. Ef ríkisvaldið ætlar að breyta reglum sem hafa verið í gildi um langan aldur, og þar með sannað gildi sitt, þarf til þess sterk rök.

Og þau eru, að mínu mati, ekki fyrir hendi hjá þeim sem vilja afnema núverandi fyrirkomulag á áfengissölu.

Páll Vilhjálmsson, 3.2.2017 kl. 14:14

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Með þínum rökum má ekki breyta gömlum reglum.  Finnst þér það ganga.  Rökin eru einföld.  Frelsi og ríkið á ekki að standa í smásölu (sem rekin er með tapi þar að auki).

Steinarr Kr. , 3.2.2017 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband