ESB kúgar Sviss, til að hóta Bretum

Evrópusambandið afturkallaði heimild um jafnræði milli hlutabréfamarkaða í sambandinu og Sviss. Tilgangurinn er að kúga Svisslendinga til að taka upp ESB-reglur. Ráðamenn í Brussel nota Sviss sem fordæmi fyrir útgöngu Breta, Brexit.

Sviss er með um 160 tvíhliða samninga við ESB, enda hvorki í sambandinu né aðili að EES-samningnum líkt og Ísland. Við endurskoðun samninganna er ESB efst í huga að þvinga Svisslendinga að taka upp laga- og regluverk sambandsins. 

Harðræðið sem ESB beitir Sviss er til höfuðs Bretum sem eru á leiðinni út úr ESB. London er ein helsta fjármálamiðstöð heimsins og má illa við útilokun frá mörkuðum ESB. 

Þvingunartilburðir ESB virðast þó ekki hafa mikil áhrif. Hlutabréfamarkaðurinn í Sviss starfaði eðlilega á fyrsta dagi eftir aðgerðir ESB gegn smáríkinu í Ölpunum. Kannski er ESB aðeins pappírstígur?

 


Þórhildur Sunna í siðleysinu

Siðareglur alþingis var ekki hægt að nota til að berja á Miðflokknum, af því leiðir má ekki hegna mér fyrir að þjófkenna Ásmund Friðriksson, segir Þórhildur Sunna efnislega í málsvörn sinni.

Röklegt samhengi málsvarnarinnar er ekkert. Þórhildur Sunna veit einfaldlega ekki út á hvað siðareglur ganga. Í hennar huga eru siðareglur valdatæki til að berja á fólki. En siðareglur eru í reynd leiðarvísir um hvernig starfi skuli sinnt - í þessu tilfelli alþingismanna.

Með því að þjófkenna Ásmund fór Þórhildur Sunna út fyrir samþykkt mörk skráðra siðareglna. Ef mannvit og siðvit Þórhildar Sunnu næði máli bæðist hún afsökunar á orðum sínum. Og málið væri dautt.

En Þórhildur Sunna berst um hæl og hnakka í siðleysi sínu og kallar forsætisnefnd alþingis gjörspillta. Sumum er það einfaldlega ekki gefið að líta í eigin barm. Leitt er að slíkt fólk sitji á alþingi. 


mbl.is Íhugar að leita til Evrópuráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband