Atli, Björn og orkupakki

Atli Harðarson prófessor og Björn Bjarnason fyrrv. ráðherra ræðast við á fésbók um 3. orkupakkann.

Atli: Er hægt að skrifa upp á samning við önnur ríki um markaðsbúskap á þessu sviði og setja svo lög sem segja að það eigi ekki að vera markaðsbúskapur?

Björn svarar:  já,aðildin tekur mið af landfræðilegum staðreyndum sbr. ákvæði um vatnaleiðir og skipaskurði skylda engan til að ráðast í slíka mannvirkjagerð. 

Björn má vita að Ísland fékk undanþágu frá reglum EES um vatnaleiðir og skipaskurði, einmitt vegna þess að þær reglur eiga ekki við aðstæður hér á landi. Undanþágan er kynnt í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigríðar Á. Andersen fyrir fjórum árum: ,, Þá má bæta við að Ísland þarf hvorki að innleiða gerðir á sviði lestarsamgangna né um skipgengar vatnaleiðir."

Tilgangur 3. orkupakka ESB er að samhæfa reglur um framleiðslu og flutning raforku yfir landamæri. Ísland er ekki hluti af orkuneti ESB þar sem enginn sæstrengur tengir Ísland og Evrópu.

Af þessu leiðir ætti Ísland að fá undanþágu frá 3. orkupakkanum. Alveg eins og við fengum undanþágu frá reglum um vatnaleiðir og skipaskurði - og raunar einnig reglugerðum um lestasamgöngur.

Þeir sem berjast fyrir innleiðingu 3. orkupakkans virðast einbeittir í þeirri afstöðu sinni að fullveldi okkar í orkumálum eigi fremur heima í Brussel en Reykjavík.


Bloggfærslur 9. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband