Almiðlun og öfgar

Almiðlun fjölmiðla og samfélagsmiðla einkennir skoðanamyndun samtímans. Í almiðlun er fábreytt atvik, skór frá Nike í þessu tilviki, blásið upp í ógnarstærð þrungna merkingu til að andstæðar fylkingar geti látið móðinn mása um hríð. Markmið umræðunnar er að hreykja sér á háum hól og þykjast betri en andstæðingurinn.

Fábreytt atvik yfirskyggja einatt alvarlega og málefnalega umræðu þegar almiðlun er annars vegar. Um daginn hittust leiðtogar 20 helstu iðnríkja heims. Öll heimsmálin féllu í skugga ómerkilegs fundar forseta Bandaríkjanna og leiðtoga Norður-Kóreu.

Almiðlun elur á öfgum þar sem blæbrigði, fyrirvarar og efi þurrkast út. Maður er þvingaður til að velja milli  öfga. Með Trump eða móti; manngert veðurfar eða afneitun á áhrifum mannsins á umhverfið; múslímavæðing eða rasismi og svo framvegis.

Almiðlun er eins og viðvarandi stormsveipur sem eirir hvorki dómgreind né skynsemi, býr til falskar andstæður og stillir málum upp sem annað hvort eða. En lífið, óvart, er bæði og. 


mbl.is Rasistaskór eða pólitísk rétthugsun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband