Gulli og gildra hugsjónafólks

Hugsjónir geta verið fallegar og bætt mannlíf. Samspil hugsjóna og samfélags eru snúið mál sem ekki er á meðfæri allra. Innrás Bandaríkjanna í Írak 2003 var í nafni hugsjóna um vestrænt lýðræði og mannréttindi andspænis harðstjórn.

Ályktun Gulla utanríkis um mannréttindi á Filippseyjum, sem samþykkt var á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, er ekki hernaðaraðgerð en engu að síður innrás í innanríkismál fullvalda ríkis.

Ef Gulli eða Sameinuðu þjóðirnar ættu uppskrift að fyrirmyndarríki þar sem flest væri ágætt en fátt miður væri hægt að tefla sniðmátinu fram og bera saman við þjóðríki jarðkringlunnar. En fyrirmyndarríkið er ekki til. Reynsla og raunsæi segja okkur að þegar hugsjónafólk fær tækifæri til að smíða fyrirmyndarríki endar það í hörmungum.

Hugsjónir, sum sé, þurfa nálægð við samfélagslegan veruleika. Þegar þær koma eins og skrattinn úr sauðaleggnum eru þær meira til tjóns en gagns.

Það grátbroslega í þessu máli er að Gulli utanríkis er alls enginn hugsjónamaður. Hann er tækifærissinni sem notar hugsjónir þegar hentar en stingur þeim ofan í skúffu þess á milli. 


mbl.is Filippseyjar slíti tengslin við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband