Orkupakki gegn þjóðgarði

Talsmenn orkupakkans vilja ekki að þjóðgarður á miðhálendi trufli fyrirhugaðar virkjanir. Orkumálastjóri, væntanlegur umboðshafi ESB-valds í raforkumálum á Íslandi, verði 3. orkupakkinn samþykktur, segir á RÚV, að ,,Ekki sé nóg að horfa einungis til náttúruverndar."

Í framhaldi hótar orkumálastjóri fátækt og örbirgð ef náttúran fái vernd.

Með orkupakkanum er Íslendingum einnig hótað eymd og volæði, verði ekki samþykkt að ganga ESB á hönd í raforkumálum.

Það má sem sagt hvorki vernda náttúruna né þjóðarhagsmuni, standi vilji Evrópusambandsins til annars. Gott að hafa það á hreinu. 

 


mbl.is Myndi gengisfella hugtakið „þjóðgarður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur og Inga Sæland

Flokkur fólksins er eins manns þrekvirki Ingu Sæland sem bjó til þingflokk úr kosningasigri fyrir tveim árum. Sjálfstæðisflokkurinn er 90 ára móðurflokkur íslenskra stjórnmála, afrakstur strits og starfs þriggja kynslóða sem annt var um fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.

Aðeins 17, já sautján, prósentustig skilja að flokk Ingu Sæland og Sjálfstæðisflokkinn í könnunum.

Eins manns þrekvirki Ingu mælist með þrjú prósent en þriggja kynslóða flokkurinn um tuttugu. Inga Sæland á aftur betri möguleika en móðurflokkurinn að rétta hlut sinn í tæka tíð fyrir kosningar. 

Inga er trúverðugur talsmaður fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki trúverðugur talsmaður fullveldis. 


mbl.is Tapar fylgi til Miðflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband