Náttúran og fullveldi í orkumálum

Raforka hér á landi er sem stendur alfarið innanríkismál Íslendinga. Málamiðlun milli þeirra sem vilja virkja meira og hinna sem vilja ekki fórna náttúrunni fyrir virkjanir fer fram á Íslandi, hjá okkur sem byggjum landið.

Ef 3. orkupakkinn verður samþykktur erum við ekki lengur fullvalda í orkumálum.  Evrópusambandið fær ákvörðunarrétt um raforkumál á Íslandi.

Þeir sem búa á meginlandi Evrópu hafa eðlilega ekki sömu afstöðu til náttúru Íslands og við sem byggjum landið. Evrópusambandið lítur á raforku sem hverja aðra vöru og leggur blátt bann við hindranir á framleiðslu og dreifingu raforku. 

Verði Ísland hluti af orkusambandi Evrópu, sem myndi gerast með innleiðingu 3. orkupakkans, er hætt við að íslensk náttúruverndarsjónarmið verði túlkuð sem tæknilegar viðskiptahindranir á framleiðslu og dreifingu á þessari vöru. Í Evrópu er litið á rafmagn sem hreina orku. Framleiðsla á henni er náttúruvæn, jafnvel þó að landi sér drekkt til að framleiða orkuna.

Umræða um raforkuskort hér á landi er á villigötum. Það er enginn skortur yfirvofandi á rafmagni fyrir almenning. Aftur er ekki víst að við getum endalaust leyft byggingu gagnavera og aðra starfsemi stórnotenda rafmagns. En til þess höfum við fullveldi; að ákveða hvernig atvinnuuppbyggingu skuli háttað hér á landi.

 


mbl.is Óljóst hver beri ábyrgð og hver úrræðin séu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband