Eftir ósigur kemur ákall um nýja forystu

Umræðan um orkupakkann er komin á það stig í Sjálfstæðisflokknum að ekki er lengur hægt að berja í brestina, láta eins og ekkert hafi í skorist. Miðflokkurinn sækir fast á sem forystuafl borgaralegra stjórnmála.

Hætta er á að Sjálfstæðisflokkurinn koðni niður fremur en að hann klofni. Eins og Elliði bendir á er samfylkingarstefna orðin ráðandi í forystu og þingflokki sjálfstæðismanna. Miðflokkurinn er skýr valkostur óánægðra. Fyrst fer fylgið, þá fótgönguliðið og loks frambjóðendur.

Orkupakkaumræðan er svo gjörtöpuð forystu Sjálfstæðisflokksins að yfirborðssigur í atkvæðagreiðslu á alþingi síðsumars gerði ekki annað en að festa í sessi þá ímynd að ESB-sinnar ráði ferðinni. Icesave og ESB-umsóknin leiddu í ljós að fullveldispólitík býr bæði til flokka og brýtur þá.

Fullveldispólitík finnur sér ávallt farveg. Orkupakkaumræðan verður farvegurinn fram að kosningum. Sjálfstæðisflokkur með samfylkingarforystu er ekki líklegur til stórræðanna.


mbl.is Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband