Davíð, Ásgeir og pólitískur seðlabankastjóri

Þegar Davíð Oddsson varð bankastjóri Seðlabanka Íslands í september 2005 varð óverulegur pólitískur hávaði. Enginn bloggaði við frétt mbl.is um málið. Ábyggilega andmæltu einhverjir en hefð var fyrir því að stjórnmálamenn yrðu seðlabankastjórar; Tómas Árna, Geir Hallgríms, Birgir Ísleifur, Steingrímur Hermanns og Finnur Ingólfs.

Þegar Ásgeir Jónsson óflokkspólitískur háskólakennari verður seðlabankastjóri sumarið 2019 eru raðfréttir í fjölmiðlum þar sem menn og konur ýmist fagna eða fordæma.

Hvenær varð staða seðlabankastjóra svona óskaplega pólitísk? Eru þetta eftirmálar hrunsins? Er það umræðan um krónuna gegn evrunni, fullvalda Ísland eða ESB-hjáríki? Eða almenn þróun í samfélagsfjölmiðlum þar sem ýmist er fagnað eða fordæmt með hávaða og látum?

Er ekki langeðlilegast að gera ráð fyrir að Ásgeir starfi sem fagmaður og af trúmennsku og geri sitt besta sem bankastjóri Seðlabanka Íslands?

 


mbl.is Væntir mikils af Ásgeiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elliði, froskurinn, forsetinn og orkupakkinn

EES-samningurinn er eins og að sjóða frosk og byrja á volgu vatni, skrifar Elliði Vignisson, þar sem fullveldi Íslands er í hlutverki frosksins. Orkupakkinn þýðir í raun að Evrópusambandið hækkar hitastigið eilítið. 

Aðeins þeir sem eru næmir á fullveldið átta sig á hvað er að gerast. Elliði, Miðflokkurinn, Davíð Oddsson, Styrmir Gunnarsson, Sturla Böðvarsson, Frosti Sigurjónsson, Tómas Ingi Olrich og nokkrir fleiri eru aðalhöfundar að vitundarvakningu almennings um að EES-samningurinn tekur jafnt og þétt frá okkur fullveldið.

Í þessum fríða hópi eru bjartsýnismenn, eins og Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins, sem gerir sér vonir um að forseti Íslands, laumu ESB-sinninn Guðni Th., muni vísa orkupakkanum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það mun Guðni Th. ekki gera nema undir verulegum þrýstingi, nálægt suðumarki.


mbl.is Orkupakkanum verði vísað til þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband