Töpuð umræða veit á tapað fylgi

Sjálfstæðisstefnan á sér traustari bandamann í Miðflokknum en þeim flokki sem kennir sig við sjálfstæði. Orkupakkinn er eitrað peð í refskák við ESB um fullveldi þjóðarinnar. Allir sjá það nema forysta Sjálfstæðisflokksins sem er bandingi djúpríkis embættismanna og hagsmunasamtaka er vill Ísland inn í Evrópusambandið.

Orkupakkinn gagnast íslenskum almenningi nákvæmlega ekkert. Þvert á móti eru allar líkur að almannahagur versni þegar auðmenn eignast raforkuna til að selja úr landi og hækka í leiðinni raforkuverð til Jóns og Gunnu. 

Forysta Sjálfstæðisflokksins er ekki í neinum tengslum við stjórnmálastrauma samfélagsins. Orkupakkamálið bregður afar neikvæðu ljósi á EES-samninginn sem forysta Sjálfstæðisflokks ver með kjafti og klóm og af meiri trúarahita en yfirlýstir ESB-sinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn er kominn niður í 19 prósent fylgi og botninum er ekki náð. Enda hægara sagt en gert að lagfæra raðbilun í dómgreind forystu og þingflokks fyrrum móðurflokks íslenskra stjórnmála.


mbl.is Miðflokkurinn tekur af Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband