Píratar, Sjálfstæðisflokkur - strúktúr og frekja

Píratar eiga í vandræðum með skipulag, strúktúr, á flokksstarfi sínu. Fyrrum borgarfulltrúi þeirra segir:

Hinn svo­kallaði flati strúkt­úr verður að byggj­ast á ein­hvers kon­ar strúkt­úr, og til­gang­ur­inn með slík­um strúkt­úr á meðal ann­ars að vera að gefa fólki sem vinn­ur fyr­ir flokk­inn lág­marks vinnufrið í formi fyr­ir­sjá­an­legra ferla. Ann­ars vinna bara þeir frek­ustu hverju sinni og frekju er mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.

Sjálfstæðisflokkurinn er ögn eldri en Píratar og ætti ekki að vera flókið að vísa í reglur um málsmeðferð þar á bæ. Styrmir Gunnarsson vísaði í reglur um atkvæðagreiðslur flokksmanna og vildi virkja þær að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru í téðum reglum.

En þá er Styrmi og andstæðingum 3. orkupakkans í Sjálfstæðisflokkum sagt: ,,Ekki er tilefni til að efna til atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna Sjálfstæðisflokks vegna þriðja orkupakkans miðað við inntak málsins og eðli þess."

Hmmm.

Er sem sagt píratastrúktúr á Sjálfstæðisflokknum?


mbl.is Ekki tilefni til atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband