Þingmenn XD viðurkenna mistök í orkupakkamáli

,,Yfirráð yfir orkunni eru okkur heilög," skrifar Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðsgrein 7. júlí. Haraldur varar við því að ,,framselja yfirráð og eignarhald á orkuauðlindum landsins." Aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, t.d. Óli Björn Kárason, taka undir með Haraldi.

Játning á mistökum er manndómsmerki ef - og það er stórt EF - menn sýna vilja til að bæta úr mistökunum.

3. orkupakki ESB færir yfirráð yfir orkumálum Íslands til Brussel. Texti ESB segir það skýrt: 24. desember 2018 tóku gildi reglur um yfirumsjón framkvæmdastjórnar ESB á áætlanagerð aðildarþjóða orkusambands ESB. Norðmenn, sem selja ESB olíu og gas, eru með yfirþjóðalegt vald ESB á hreinu. Aðild að orkusambandi ESB í gegnum EES-samninginn setur Ísland í sömu stöðu og aðrar ESB-þjóðir í orkumálum - völdin eru flutt til Brussel.  

Haraldur og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem viðurkenna nú mistökin í orkupakkamálinu geta bætt fyrir þau og gefið yfirlýsingu um að þeir ætli ekki að samþykkja 3. orkupakkann þegar hann kemur til umræðu á ný eftir sumarhlé alþingis.

Elliði Vignisson bendir réttilega á að umræður eigi að ,,leiðrétta kúrsinn". Umræðan hefur farið fram, þingmenn hafa játað mistök og nú er að leiðrétta þau - með því að hafna 3. orkupakkanum.


mbl.is Tækifæri til að „leiðrétta kúrsinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband