Björg, eiginkonan sem varð hæstaréttardómari

Björg Thorarensen gaf gagnrýninni á skipan landsréttardómara faglega þyngd. Björg fór í fjölmiðlaviðtöl og sagði að excel-skjal dómnefndar um hæfni umsækjanda, mælt í prósentubrotum, væri meitlað í stein og mætti ekki hagga. Á þessum tíma var Björg prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Eiginmaður hennar er Markús Sigurbjörnsson sem var forseti hæstaréttar til október 2019.

Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, vék frá tillögu dómnefndar um skipan dómara í landsrétt til að jafna kynjahalla. Tillaga dómnefndar var með karlaslagsíðu. Björg hafði sig mjög í frammi að gagnrýna jafnréttistilburði Sigríðar og úr varð landsréttarmálið sem nú hefur fengið tvöfalda Spanó-meðferð í Evrópu.

Björg skrifaði Úlfljótsgrein til að færa gagnrýnina í faglegan búning. Skyldi ætla að Björg kæmi núna í fjölmiðla, eftir seinni Spanó-úrskurðinn, að útskýra þau herfilegu mistök sem urðu við skipan landsréttar. En, nei, Björg þegir. Steinþegir.

Í Úlfljótsgreininni skrifar Björg að dómarar eigi að fá hlutdeild í skipun eftirmanna sinna. Orðrétt:

Þykir aðkoma dómara bæði sjálfsögð og nauðsynleg, enda eru þeir best færir um að meta faglega eiginleika umsækjenda sem nýtast í dómarastarfi og eiga hvorki persónulegra né pólitískra hagsmuna að gæta. 

Björg, eiginkona Markúsar forseta hæstaréttar, settist í volgt sæti eiginmannsins með skipun fyrir tveim vikum.

Auðvitað eiga fyrrum forsetar hæstaréttar ,,hvorki persónulegra né pólitískra hagsmuna að gæta" að eiginkonur þeirra fái djobbið. Bóndanum er tekið að leiðast og vill komast í digran eftirlaunasjóð sem almenningur stendur undir í góðri trú. Sjálfsagt og eðlilegt að frúin taki við. Þetta er Spanó-lögfræði 101.

Þeir sem hæst kvarta undan spillingu eru vanalega fólkið sem iðar í skinninu að njóta hennar.

 

 


mbl.is Á skjön við íslenskt réttarfar og stjórnskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siða-Sunna og auðmýktin

Þórhildur Sunna er eini þingmaðurinn í sögunni sem siðanefnd alþingis úrskurðaði brotlegan við siðareglur.

Siða-Sunna krefur Katrínu forsætis um auðmýkt vegna Spanó-úrskurðar í Evrópu.

Eins og þegar drykkjumaður krefur aðra um hófsemi.


mbl.is Katrín sýni auðmýkt og axli ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spanó staðfestir Spanó

Róbert Spanó skrifaði upphaflegan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann er aftur á ferðinni núna að dæma fyrir vin sinn Villa stjörnulögmann.

Í millitíðinni gerðist Róbert Spanó svo frægur að heimsækja mannréttindafrömuðinn Erdógan í Tyrklandi. Alþjóð varð flökurt en Spanó hélt sínu striki, baðst hvorki afsökunar né sagði af sér stöðu sinni sem forseti mannréttindadómstóls.

Spanó-úrskurðir eru brandari.


mbl.is Yfirréttur MDE staðfestir dóm í Landsréttarmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilja niðurgreiðir bloggfærslur

Margar fréttir svokallaðra fjölmiðla eru bloggfærslur einstaklinga út í bæ með fyrirsögn. Aðrar eru endurvinnsla áður birtra frétta annarra fjölmiðla. Vandamál fjölmiðla er að þeir eru of margir á litlum markaði. 

RÚV hirðir stóran hluta auglýsingamarkaðarins og fær meðgjöf frá ríkinu upp á milljarða á ári. Til að koma böndum á vafasamar auglýsingar skikkar fjölmiðlanefnd ríkisins bloggmiðla til að skrá sig sem fjölmiðla.

Niðurgreiðsla Lilju Alfreðs ráðherra mennta á meintum fjölmiðlum þjónar engum tilgangi. Það verður alltaf meira framboð af skoðunum en eftirspurn. Megnið af efni fjölmiðla er skoðanir um hvað ætti að vera en ekki fréttir um hvað er.


mbl.is Sjálfstæðismenn fallast á styrkjakerfi einkarekinna fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband