Ragnar Þór í VR: verðum fátækari

Forstjóri Icelandair er viðskiptamaður ársins. Ragnar Þór formaður VR fær skammarverðlaunin.

Vegna Ragnars Þórs varð lífeyrissjóður verslunarmanna, LIVE, af milljörðum króna þegar sjóðurinn hafnaði aðild að hlutafjárútboði Icelandair. Þjóðin tók þátt en LIVE sat hjá að kröfu formannsins.

VR ku standa fyrir virðingu og réttlæti. Með Ragnar Þór í brúnni nægir einn bókstafur. F fyrir fátækt.

 


mbl.is Óraunhæft að reka tvö flugfélög á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur afturkallar sjálfan sig frá Evrópu

Ólafur Ólafsson keypti Búnaðarbankann undir því yfirskini að erlendur fjárfestir væri meðkaupandi. Ólafur fékk dóm fyrir Al Thani málið, sem var áþekkt leikrit undir formerkjum Kaupþings.

Svo mikla trú hafði Ólafur á skáldskap að hann kærði til Evrópu dómara sem áttu hlutafé í Landsbanka en dæmdu í Kaupþingsmáli.

Afturköllun á kærunni til Evrópu er viðurkenning á að jafnvel fjármálaskáldskapur íslenskra auðmanna á sér takmörk. 

 


mbl.is Ólafur afturkallar kæru til MDE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband