Siðavandinn í kófinu - kjarni málsins

Kínaveiran er lík náttúruhamförum að því leyti að enginn sá faraldurinn fyrir og varnir eru skipulagðar eftir því farsóttinni vindur fram - líkt og myndi gerast þegar eldhraun stefnir á byggð.

En ólíkt þorra náttúruhamfara verður til siðavandi í umræðunni um farsóttarvarnir. Fólki sýnist sitt hverju um varnirnar.

Það er spurt um hvort sóttvarnir séu réttar eða rangar. Spurningunni er ekki hægt að svara á meðan faraldurinn geisar. Þekking er einfaldlega ekki til sem leyfir sæmilega öruggt svar. 

Rétta spurningin er; gera stjórnvöld það sem þau geta til að hemja fjölgun smita og taka jafnframt tillit til almannahagsmuna að grípa ekki til óþarflega íþyngjandi aðgerða?

Svarið við þeirri spurningu er já.

Málið dautt.


mbl.is Tæp 92% voru í sóttkví við greiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjukreppan

Flest bendir til að efnahagskreppan samfara Kínaveirunni auki hamingju þjóðarinnar. Fyrir farsótt var þjóðin á þenslufyllerí sem var ósjálfbært og gekk bæði á náttúru landsins og innviði.

Verst lék gleðskapurinn atvinnumarkaðinn og stjórnmálamenninguna. Hamingjuáhrif kreppunnar koma fyrst fram í yfirvegaðri stöðu atvinnumála, þar er ekki lengur hver höndin upp á móti annarri. Alþingi fer ágreiningslaust í jólafrí. Það hefur ekki gerst í háa herrans tíð.

Helsta áhyggjuefnið er að veirukreppan verði ekki nógu djúptæk og langvinn til að kenna nauðsynlega lexíu: vit og mennska þverr eftir því sem ósjálfbær hagvöxtur varir lengur.


mbl.is Dýpkar áhrif kórónukreppunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband