Al-Thani, sekt og skömm

Al-Thani málið var tilraun yfirstjórnenda Kaupþings að ljúga til sín arabískan milljarðamæring, sem málið heitir eftir, í því skyni að féfletta íslenskan almenning kortéri fyrir hrun.

Plottið var þetta: látum Íslendinga halda að Al-Thani kaupi hlutafé fyrir milljarða í Kaupþingi og þá getum við logið til okkar aðra milljarða frá löndum okkar. Þetta var gert og yfirstjórnendur Kaupþings komu fram í fjölmiðlum og tilkynntu hróðugir hlutafjársölu til arabíska milljarðamæringsins.

Eftir hrun kom á daginn að At-Thani keypti ekki fyrir krónu í Kaupþingi og Kaupþingspésum var stefnt fyrir dóm.

Þeir félagar Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson voru verjendur Kaupþingsmanna. Málið var gjörtapað en Gestur og Ragnar vildu kaupa tíma. Líklega biðu þeir eftir seinni hingaðkomu Mammons til að hvítþvo þá syndugu. Ragnar og Gestur mættu ekki til þinghalds og réttarhöldum var frestað.

Bíræfni lögmannanna leiddi til sektar sem þeir kölluðu refsingu og áfrýjuðu til Evrópu.

Niðurstaða liggur fyrir. Refsing er staðfest. Um skömmina þarf ekki að fjölyrða. Hún var öllum augljós.


mbl.is MDE vísar frá máli Gests og Ragnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV, Sigríður og Svandís

Ef Sigríður Andersen væri heilbrigðisráðherra myndi RÚV fara hamförum og leiða fram vitni eftir vitni um klúður ráðherra Sjálfstæðisflokksins við að tryggja þjóðinni bóluefni.

En það er Svandís Svavarsdóttir úr Vinstri grænum sem er heilbrigðisráðherra. Og RÚV stendur með sínum en glefsar í aðra.

Á Efstaleiti þykjast menn reka fréttastofu. Í raun er þar áróðursmiðstöð vinstrimanna sem dregur fjöður yfir mistök skjólstæðinga sinna en gerir úlfalda úr mýflugu þegar Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur eiga í hlut.


mbl.is Katrín leitar að bóluefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband