Bretar sleppa við orkupakka ESB

Brexit-samningurinn tryggir Bretum meira fullveldi en Ísland og Noregur hafa með EES-samningi við Evrópusambandið.

Meðal annars eru Bretar undanþegnir orkupökkum ESB sem jafnt og þétt ganga á fullveldisrétt Íslands og Noregs.

Þetta kemur fram í umsögn norskra stjórnmálamanna um Brexit-samninginn.


mbl.is Undirrita samning Breta og ESB á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengi, eldsneyti og RÚV

Þegar verð á vöru og þjónustu hækkar á neytandinn þess kost að draga úr neyslunni. Hann getur drukkið minna og gengið meira þegar áfengi og eldsneyti hækka í verði.

En þegar RÚV á í hlut bregðast lögmál framboðs og eftirspurnar og einstaklingurinn er sviptur valfrelsi. 

RÚV hækkar áskriftina um áramótin um 2,5 prósent. Og hvort sem manni líkar betur eða verr þarf að borga skylduáskrift að þessum fjölmiðli fárra vinstrimanna.

Það á að heita að við búum í lýðræðisríki. Í réttnefndu lýðræðisríki er skoðanafrelsi en ekki skylduáskrift að einum fjölmiðli sem fámennur minnihluti stjórnar.


mbl.is Dýrara að drekka, reykja og hlusta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband