Skot strokkuð í hatur

Byssuskot á skrifstofu Samfylkingar og bíl borgarstjóra eru hráefni í margar yfirlýsingar, núna síðast frá Samfylkingu höfuðborgarinnar, um tengsl við ,,hatursorðræðu."

Einhver grunaður er í höndum lögreglu. Kannski er það geðbilaður einstaklingur. Enginn veit.

Pólitíkusar sem mjólka skotárásirnar og strokka afurðina til að verða einhvers konar ,,hatursorðræðu" gera engum greiða, hvorki sjálfum sér né samfélaginu. Þeir sem tengja skotárásirnar við pólitíska umræðu eru ekki síður afbrigðilegir en sá byssuglaði.

 


mbl.is „Ekki fara á límingunum!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Sjálfstæðisflokkurinn að máta sig við ESB?

Grein Friðjóns R. Friðjónssonar, fyrrum aðstoðarmanns Bjarna formanns, um að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að verða ,,flokkur breytinga" er töluvert til umræðu. Á Facebook-síðu Friðjóns taka nokkrir til máls. Í fyrsta lagi er spurt hvort Friðjón sé á leiðinni i framboð. Í öðru lagi er hann boðinn velkominn í Viðreisn.

Ragnhildur Kolka segir eftirfarandi í athugasemd við blogg gærdagsins:

Friðjón kvartaði og kveinaði um allt það sem uppá vantar svo Ísland megi ganga inní um gullna hliðið. Já, ESB lék þarna á tungubroddinum en var ekki nefnt. Bara eyða eða tóm. Annað hvort er PR maðurinn genginn í lið med Viðreisn, hann tók jú að sér leikstjórn í forsetafarsanum eða Bjarni er að senda út þreifara vegna fullveldis framsals. Eg er hrædd um að þá dugi ekki að senda Brynjar fram á vøllinn. Nú verður Bjarni sjálfur að svara fyrir afstøðu sína til þessara skrifa.

Í haust eru þingkosningar. Hvort sem Friðjón skrifar fyrir eigin reikning eða annarra, maðurinn er jú almannatengill, þá vakna spurningar um hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé að máta sig við nýtt hlutverk, - að verða ESB-flokkur líkt og Viðreisn og Samfylking.

Ef svo er myndi það sæta nokkrum tíðindum í íslenskri pólitík.


Friðjón, Brynjar og viðreisnarsósíalismi

Tveir sjálfstæðismenn skrifast á í Morgunblaðinu um hlutverk flokksins. Friðjón R. Friðjónsson vill að Sjálfstæðisflokkurinn verði umbreytingarafl en Brynjar Níelsson geldur varhug við.

Vinstrimenn og sósíalistar líta svo á að stjórnmálaflokkar séu til að umbylta samfélaginu. Hægfara sósíalistar, oft kallaðir kratar, vilja breyta með góðu, þ.e. eftir reglum lýðræðis og þingræðis, en þeir róttæku með illu, byltingu.

Borgaraleg stjórnmálaöfl, sem Sjálfstæðisflokkurinn tilheyrir, a.m.k. að nafninu til, boða almennt ekki umbyltingu á samfélaginu. Samfélagsverkfræði er meira á dagskrá jaðarhópa sem telja sig handhafa sannleikans. Flestir þannig þenkjandi eru í vinstripólitík af einhverri sort. En svo eru sérafbrigði.

Viðreisn, eins og Brynjar bendir á, vill breytingar og þær frekar meiri en minni. Fyrsta krafa flokksins er að Benni komist á þing og flokkurinn í ríkisstjórn. Þarnæst bylta landbúnaðarkerfinu, síðan fiskveiðikerfinu og loks fullveldinu - með inngöngu í ESB.

Viðreisnarsósíalismi er dans elítunnar um gullkálfinn. Meiningin er að skilja þá eftir sem vinna til lands og sjós svo að sérfræðielítan fái stærri sneið af kökunni. Skiljanlegt markmið hjá þeim sem telja sig eiga alltaf að vera fremst í röðinni, hvort heldur við útdeilingu gæða eða afskriftir skulda.


Spilling, hatur og skothríð

Spilling er siðferðishugtak, ekki lagamál. Engin lagagrein bannar spillingu. Aftur eru mörg lögbrot, einkum er varða efnahagslegan ávinning, kennd við spillingu og það með réttu.

Siðferði snýst um rétta og ranga breytni. Sá sem breytir rangt gerir vont, bæði sjálfum sér og samferðamönnum. Umburðalynt samfélag aðgreinir vond verk frá þeim þau vinna. Sagt er að einhverjum hafi orðið á í messunni, gert mistök, leiðst af leið eða gert eitthvað af vangá. Sá sem vann vonda verkið er ekki endilega vondur maður.

Samfélag sem trúir að allt sé grasserandi í spillingu ræktar ekki með sér umburðalyndi heldur óþol og andstyggð. Það trúir illu upp á náungann og telur vonda menn vinna ill verk af ráðnum hug. Hatrið sem af hlýst er sumum um megn að byrgja innra með sér. Viðhorfið verður ,,með illu skal illt út reka."

Þeir sem núna hæst kveina um hatursorðræðu eru um það bil þeir sömu og harðastir eru á því að við búum í gjörspilltu samfélagi. Líkur sækir líkan heim.


mbl.is Gagnrýnir harða og ómálefnalega orðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samsæri RÚV og SÍ gegn Samherja

Starfsmaður Seðlabanka Íslands og Helgi Seljan fyrir hönd RÚV gerðu með sér samsæri að valda Samherja hámarksskaða. Samsærið gekk út á að húsrannsókn á Samherja yrði gerð undir vökulum sjónvarpsmyndavélum RÚV og birt samdægurs. Hluti af samsærinu var að Helgi Seljan veifaði skjali framan í áhorfendur, - sem síðar reyndist ýmist týnt,falsað eða logið.

Allt þetta er búið að afhjúpa. Tölvupóstar með samskiptum Helga Seljan og starfsmanns bankans liggja fyrir.

Rökstuddur grunur er um að samsærið sé lögbrot og stendur yfir lögreglurannsókn. Málið var sent vestur á firði þar eð lögreglustjórinn í Reykjavík er vanhæfur.

Samsærið gegn Samherja var tilhæfulaust. Ákæra RÚV og Seðlabanka Íslands fór til dómstóla sem sýknuðu fyrirtækið.

Ef það er spilling á Íslandi þá liggur hún í opinberri aftökutilraun tveggja ríkisstofnana á íslensku fyrirtæki.

Er ekki tímabært að uppræta slíka spillingu?

 


mbl.is Hreyfing komin á rannsókn um samráð SÍ og RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innanflokksátök Samfylkingar og skotárásir

Skotárásin á skrifstofu Samfylkingar í Reykjavik var gerð þegar flokkurinn logaði stafnanna á milli í innanflokksátökum. Uppstillingarnefnd flokksins fórnaði sitjandi þingmanni. Stuðningsfólk þingmannsins brást ókvæða við og sagði sparkað í liggjandi mann.

Logi formaður sendi flokksfólki skilaboð og bað það að elska meira og hata aðeins minna. Huggulegra sé að flokkurinn sýni lágmarkssamstöðu á kosningaári.

Í framhaldi er skotið á bíl borgarstjóra. Í hvorugu tilfellinu er ljóst hverjir standa að verki.

Framlag Samfylkingar til íslenskrar stjórnmálamenningar er ekki alveg skothelt.


mbl.is Sættum okkur ekki við árásir eða hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískur ómöguleiki bankasölu

Bankar búa til peninga, útskýrir Gylfi Zoega hagfræðingur, og að því leyti ekki eins og önnur fyrirtæki. Freistnivandi eigenda banka að búa til peninga handa sjálfum sér og meðreiðarsveinum var eftir útrás kallaður ,,að ræna banka innanfrá."

Hvaða íslenskir einkafjárfestar eru með siðferðisvottorð að standast freistnivanda er fylgir bankaeign? Jón Ásgeir? Ólafur í Samskip? Björgólfur Thors? 

Um leið og Bjarna fjármálaráðherra er óskað til hamingju með rekstur ríkissjóðs, sjá meðfylgjandi frétt, er hann minntur á hugtak hans sjálfs úr umræðu á alþingi: pólitískur ómöguleiki. 


mbl.is Mikill áhugi fjárfesta á skuldabréfum ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rektor HÍ þjónar pólitík ekki vísindum

Rektor Háskóla Íslands tekur meira mark á sænskum ungling, Grétu Thunberg, en vísindamönnum við Hí þegar hann segir ,,að loft­lags­vá­in er svo stórt vanda­mál að fólk á erfitt með að gera sér um­fang vand­ans í hug­ar­lund." Þökk sé íslenskum vísindamönnum getum við einmitt varið okkur gegn fáfræði rektorsins sem trúir á pólitíkina um manngert veðurfar. 

Áslaug Geirsdóttir prófessor við HÍ er vísindamaður á sviði loftslagssögu jarðarinnar. Ritrýndar vísindagreinar hennar sýna að aldrei hefur verið kaldara á Íslandi en núna. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir er einnig vísindamaður við HÍ og fjallar um loftslagsbreytingar. Hún bendir m.a. á að veðuröfgar af náttúrulegum orsökum geta gerst hratt:

Mjög athyglisvert er að breytingin frá síðasta jökulskeiði yfir í tiltölulega milt veðurfar, sem markaði upphaf okkar eigin hlýskeiðs (nútíma) fyrir um 11,7 þúsund árum, gerðist á ótrúlega skömmum tíma, eða einungis 3-50 árum, eftir því hvaða breyta er skoðuð.

Fræði Áslaugar og Árnýjar Erlu kennir Jón Atli rektor HÍ við ,,andskynsemi". Rektorinn er í þjónustu pólitísks rétttrúnaðar en ekki vísinda og fræða. Jón Atli væri maður að meiri ef hann bæðist opinberlega afsökunar á orðum sínum. 


mbl.is Áhyggjuefni hve andskynsemi er útbreidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggisnet fyrir sjálfbjarga fólk? Stúdenta? Nei

Öryggisnet í skilningi velferðarsamfélagsins er til að grípa þá sem eru ósjálfbjarga. Fatlaðir, atvinnulausir, langveikir og aldraðir eru dæmi um þjóðfélagshópa sem geta orðið ósjálfbjarga.

Heilbrigður háskólanemi er samkvæmt skilgreiningu ekki ósjálfbjarga. Það skýtur skökku við að lesa eftirfarandi texta frá talsmanni háskólanema:

Stúdentar eru þreyttir á því að ár eftir ár er krafist úrbóta í þessum málum — og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið.Það er búið að rífa göt í öryggisnetið þeirra...

Í sama texta er að finna sjónarmið í ætt við andúð á vinnu, sbr. ,,Við búum við þann raunveruleika að 72% íslenskra stúdenta vinna til þess að geta stundað nám en það er hæsta hlutfall stúdenta á norðurlöndunum, sem er skammarlegt."

Nei, kæru háskólanemar, hvorki er vinna ,,skammarleg" né á ,,öryggisnet" að vera fyrir fullfrískt fólk á besta aldri. Þessi vælubíll hefði betur ekki farið í akstur.


Undarleg frétt um útlend börn á Íslandi

RÚV segir í frétt að útlend börn á Íslandi þurfi meiri aðstoð vegna þroskaskerðingar en íslensk. RÚV segir eftirfarandi:

Árið 2019 voru 30% af öllum tilvísunum allra tilvísana sem bárust greiningarstöðinni vegna barna af erlendum uppruna og hefur þeim fjölgað talsvert undanfarin ár.

Útlendingar á Íslandi eru um tíu prósent af landsmönnum. Ef allt væri með felldu ættu útlensk börn með þroskaskerðingu að vera í líku hlutfalli, tíu prósent. En þau eru þrisvar sinnu fleiri.

Samkvæmt heimasíðu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er hlutverk stofnunarinnar að

tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra.

Það þarf að útskýra hvers vegna börn útlendinga á Íslandi þurfa þrisvar sinnum meira á þjónustunni að halda en íslensk börn.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband