ESB-sinni í Samfylkinguna

Rósa Björk var kjörin á þing fyrir Vinstri græna en var aldrei innanbúðar þótt þingsætið væri gott. Rósa Björk sagði sig úr þingflokknum með þeim rökum að henni hugnaðist ekki samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn.

Nú er Rósa Björk gengin til liðs við Samfylkinguna.

En Samfylkingin getur ekki beðið eftir því að komast í eina sæng með Sjálfstæðisflokki.

Hvað gerir Rósa Björk þá?


mbl.is Rósa Björk gengur til liðs við Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódeigur þingmaður á huglausu alþingi

Alþingi lét MDE-dómstólinn í Evrópu vaða yfir sig á skítugum skónum með þeirri athugasemd að þingheimur hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn dómara sem skipaðir voru í nýjan landsrétt.

Ólafur Ísleifsson þingmaður afþakkar sameiginlegt hugleysi þingheims og segir:

Hver og einn alþing­ismaður gat kallað eft­ir ann­arri fram­kvæmd. Þetta þýðir að at­kvæðagreiðslan fór fram sam­kvæmt ákvörðun Alþing­is, ákvörðun lýðræðis­lega kjör­inna full­trúa á full­valda lög­gjaf­ar­sam­komu þjóðar­inn­ar.

Alþingi í heild sinni, hver og einn þingmaður, ákvað sem sagt að greiða atkvæði um einn lista dómara. Fyllilega lýðræðisleg og lögmæt afgreiðsla sem enginn með óbrjálaða dómgreind getur efast um. Í stað þess að standa í ístaðinu og vísa spanóruglinu til evrópskra föðurhúsa lyppast fulltrúar þjóðarinnar niður og kyssa vöndinn. Næsta haust þarf virkilega að grisja þingheim.


mbl.is „Enginn segir Alþingi fyrir verkum. Enginn!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband