Líkami, hugmynd og heimska

Fyrsta setningin í greinargerðinni með frumvarpinu um kynrænt sjálfstæði, þar sem Simmi og Palli skiptust á skotum, er svohljóðandi:

Hluti fólks með ódæmigerð kyneinkenni skilgreinir sig sem intersex, sem stundum er útskýrt svo að það nái yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum sem liggi á milli staðlaðra hugmynda um karl- og kvenkyn. (Undirstrikun pv)

Líkami og líkamshlutar eru, eins og flestir ættu að vita, áþreifanleg fyrirbæri. Hugmyndir á hinn bóginn eru hugsanir, stundum studdar rökum en oft bull, heimska og kjaftæði.

Efnislegt innihald setningarinnar er þetta: kyn er hugmynd.

Sá sem trúir því að kyn sé hugmynd en ekki líffræðileg staðreynd heldur sennilega líka að Vestmannaeyjar séu stöðuvatn.

 


mbl.is „Hvers lags þvættingur er þetta?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur 85% í hópi um kynfræðslu, karlar 15%

Í starfshópi um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum eru 11 konur en 2 karlar. Hlutföllin eru 85 prósent á móti 15.

Snjallar konur en heimskir og utangátta karlar, eru skilaboðin frá ráðuneyti mennta.

Hlutverk hópsins er að gera ,,til­lögu að fram­kvæmd kennslu í kyn­fræðslu og of­beld­is­for­vörn­um." Kynlíf og ofbeldi er sem sagt tvær hliðar á sömu myntinni. Í gamla daga var talað um býflugurnar og blómin. 

Nútímalegt og í anda kvenvæðingar skólakerfisins að spyrða ofbeldi saman við æxlun.

 

 

 


mbl.is Sólborg leiðir starfshóp um kynfræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kófið, opin samfélög og lokuð

Öðrum þræði eru sóttvarnir samfélagsverkfræði. Yfirvöld í hverju þjóðríkinu á fætur öðru meta hversu langt má ganga í lokun áður en upp úr sýður. Þolinmæði almennings er viðmiðið. Hversu mikla sýkingu almenningur þolir annars vegar og hins vegar hve miklar lokanir.

Drög að niðurstöðum tilrauna með samfélagsverkfræði liggja fyrir. Ein er að ríkisvaldið í vestrænum ríkjum er sterkara en af var látið. Ekki er langt síðan að samhljómur var um að alþjóðavæddur markaður í einn stað og í annan stað alþjóðastofnanir myndu ganga af þjóðríkinu dauðu. Kófið sýnir á hinn bóginn þjóðríkið sterkt og tilbúið til átaka.

Önnur niðurstaða er að vinstrimenn í töluverðum mæli rífa sig lausa frá bandalagi við frjálslynda um opið samfélag og krefjast harðari lokunarstefnu en hægrimenn. Þetta sést á jafnólíkum stöðum og Íslandi og Nýja-Sjálandi.

Samfélög geta bæði lokað sig út á við, gagnvart umheiminum, og inn á við með takmörkunum - lokunum - á innlendri starfsemi.

Sterkara ríkisvald, og hvernig á að beita því, verður sennilega fyrirferðamikið pólitískt álitamál þegar kófi linnir.


mbl.is „Hollandi verður lokað í fimm vikur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband