Brandarakall í þingflokki Vinstri grænna

 „Það er alls ekki hægt að halda því fram að þetta sé lítið mál. Þetta er al­var­legt mál sem mun hafa áhrif á sam­starfið. Hvort það komi brest­ir í sam­starfið er ekki hægt að segja til um.“

Tilvituð orð eru höfð eftir Ólafi Þór Gunnarssyni þingmanni Vinstri grænna sem er læknir í þokkabót.

Var Ólafur Þór að tala um stórkostlegt klúður Svandísar heilbrigðisráðherra í bóluefnamálum þjóðarinnar, klúður sem Þórólfur sótti og Kári reyna að bjarga?

Nei, læknirinn Ólafur Þór hefur engar áhyggjur af því að þjóðin fái ekki bóluefni. Ólafur Þór er aftur með böggum hildar vegna þess að fjármálaráðherra var kortér í samkvæmi sem fleiri en tíu manns sóttu.

Nú getur verið að Ólafur Þór sé að reyna að vera fyndinn. Þá er húmor læknisins smitandi. Á ljósmynd með fréttinni situr hann við hlið kvenmanns. Myndatextinn er eftirfarandi: ,,Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son er til hægri á mynd­inni."


mbl.is Málið er alvarlegt og mun hafa áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dóttir RÚV-ara, Siða-Sunna, vill verða guðmóðir

Dóttir fréttamanns RÚV, Ævars Arnar Jósepssonar, Þórhildur Sunna, vill verða guðmóðir minnihlutastjórnar sem hún á ekki aðild að. Til þess fær hún aðalfréttatíma RÚV.

Samstarfsmaður föður Siða-Sunnu er Höskuldur Kári Schram. Hann líkir formanni Sjálfstæðisflokksins við nasista í hádeginu og í kvöldfréttum kynnir hann þungaða guðmóður.

Siða-Sunna krefur aðra um gegnsæi, auðmýkt og ábyrgð en felur starfsstöð föður síns. Í æviágripi þingmannsins segir aðeins um föður þingmannsins:  ,,Ævar Örn Jósepsson (fæddur 25. ágúst 1963) fréttamaður og rithöfundur". RÚV spilar með og birtir ekki starfsmannalista.

Alþjóð fær sem sagt ekki að vita um fréttahönnun RÚV, hverjir standa að baki og í þágu hvaða hagsmuna raðfréttir eru framleiddar.

Er ekki tímabært að RÚV kynni dagskrárliðinn ,,Fjölskylduhagsmunir starfsmanna og metnaður þeirra til valda og áhrifa í samfélaginu"? Útsendingartími gæti verið á eftir Krakkafréttum RÚV.


mbl.is Píratar bjóðast til að styðja minnihlutastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband