Ísland í ESB-klúðrinu (staðfest)

Evrópusambandið klúðraði skipulagi á bólusetningum vegna Kínaveirunnar, skrifaði Morgunblaðið fyrir tveim dögum og byggði á Der Spiegel: 

Vegna seina­gangs og rangra ákv­arðana mun bólu­setn­ing ganga mun hæg­ar fyr­ir sig í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins en gert var ráð fyr­ir og far­ald­ur­inn ráða leng­ur ríkj­um en ella.

Nú staðfestir heilbrigðisráðuneyti Vinstri grænna að Ísland er í miðju klúðrinu.

Hvernig í veröldinni stendur á því að Ísland er hlekkjað við ónýtt ESB-kerfi? Hvað er að mannskapnum í stjórnarráðinu? Hvers vegna er bóluefni ekki keypt beint frá framleiðanda?

 


mbl.is Ísland fái hlutfallslega sama magn bóluefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúruvinir - og óvinir

Til skamms tíma naut náttúrvernd almenns stuðnings. Fólk studdi sjálfbærni, skildi verðmæti ósnortinna víðerna og galt varhug við hagvexti á kostnað náttúru.

Öfgamenn úr röðum meintra náttúruvina nýttu sér undirtektir almennings til að skerða og skammta þau lífsgæði sem náttúran býður. Í ofanálag tók að bera á mannfjandsamlegum viðhorfum þeirra meintu réttlátu.

Ef meintir náttúruvinir temja sér ekki meiri hófstillingu í afstöðu og málflutningi mun náttúruvernd líða fyrir. Sem ekki er vel gott.


mbl.is Umræðunni ekki lengur handstýrt af fámennum hópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB tekur æðiskast gegn Bretlandi

Með engum fyrirvara loka ESB-ríki á samgöngur við Bretland. Tylliástæðan er nýtt afbrigði Kínaveirunnar sem greindist í Bretlandi.

Ráðgjafi þýskra stjórnvalda í farsóttarfræðum segir allar líkur á að breska afbrigðið af Kínaveirunni sé löngu komið til meginlandsins.

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, er raunveruleg ástæða skyndilokunar á eyríkið.


mbl.is Fjöldi Evrópuríkja lokar á Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband