Þriðjudagur, 7. mars 2017
Hitler, Marx og betrungurinn Trump
Hitler kom óorði á þjóðernishyggju. Samlandi hans, Karl Marx, boðaði alþjóðahyggju sem prófuð var í Bjarmalandi og misheppnaðist þar 1991. Önnur útgáfa alþjóðahyggju, þessi frjálslynda, leit dagsins ljós eftir kalda stríðið; sú tilraun fór út um þúfur í Írak 2003.
Donald Trump kennir sig við bandaríska þjóðernishyggju, sem er af allt annarri sort en sú hitleríska. Trump hafnar alþjóðahyggju, bæði þeirri marxísku og frjálslyndu.
Trump er íhaldssamur miðjumaður. Þess vegna brjálast öfgarnar til hægri og vinstri þegar hann hrindir þeirri stefnu í framkvæmd sem hann kjörinn til að framfylgja.
![]() |
Harmleikur fyrir bandarískt lýðræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 7. mars 2017
Uffe: íslenskir ESB-sinnar eru vitgrannir
Íslenskir ESB-sinnar reiða ekki vitið í þverpokum, segir Uffe Ellemann-Jensen fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur um þá áráttu að vilja ,,kíkja í pakkann" eins og aðild að Evrópusambandinu gæti verið óvæntur glaðningur.
Uffe kom til landsins á tíma vinstristjórnar Jóhönnu Sig. og varaði ESB-sinna við málflutningnum sem þeir höfðu uppi á þeim tíma, að Ísland myndi græða á aðild.
Núna þykir þeim danska fokið í flest skjól.
![]() |
Þið vitið hvað er í pakkanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 6. mars 2017
Kóraninn (4:34): eiginkonur með uppsteyt skal berja
Í helgiriti múslíma segir í 4:34 að eiginkonur sem setja sig á háan hest skuli berja. Þetta má lesa í fræðilegum útgáfum af Kóraninum sem og á netinu.
Múslímar telja Kóraninn lögmál guðs óbreytt.
Að berja konur er allt frá léttum löðrungi yfir í alvarlega líkamsárás. Kóraninn útskýrir ekki í hverju barsmíðar á óhlýðnum eiginkonum skulu fólgnar. Sem veitir trúariðkendum nokkurt svigrúm.
![]() |
Lemur þú konuna þína? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Mánudagur, 6. mars 2017
Hatur á miðaldra körlum í Vinstri grænum
Miðaldra karlar eru á válista í Vinstri grænum. Varaformaður flokksins, miðaldra karl að nafni Björn Valur, íhugar að kæra hatursummæli flokssystur í garð tegundarinnar, samkvæmt innanbúaðarupplýsinum sem birtust í Fréttablaðinu.
Björn Bjarnason setur umræðuna í samhengi við innanflokksófrið Vinstri grænna.
Vinstri grænt hatur á miðaldra körlum er í raun hatur á körlum almennt; allir karlar geta orðið fyrir því að verða miðaldra - en engin kona getur orðið miðaldra karl.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 6. mars 2017
Nasismi, fasismi: merkjavörur stjórnmálanna
Þekktustu merkjavörur stjórnmálanna eru fasismi og nasismi. Ástæðan fyrir vaxandi notkun á þekktum vörumerkjum í pólitískri umræðu er einföld.
Vestræn stjórnmálaumræða er í kreppu. Viðurkennt viðmið síðustu áratuga, frjálslynd alþjóðahyggja, er að niðurlotum komin. Ekkert annað viðmið er komið í staðinn.
Í tómarúmi umræðunnar er merkjavara gærdagsins dregin fram: fasismi og nasismi.
![]() |
Ummæli Erdoğan óásættanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 6. mars 2017
Pólitísk réttarhöld Samfylkingar og Vg
Landsdómur snerist upp í pólitískt einelti gagnvart Geir H. Haarde þegar meirihlutinn á alþingi, Samfylking og Vinstri grænir, ákvað að kæra ekki ráðherra Samfylkingar í hrunstjórninni 2007-2009.
Hrunstjórnin bar pólitíska ábyrgð á stjórnarfarinu í aðdraganda hrunsins. Ef réttarhöld skyldu fara fram átti að ákæra jöfnum höndum þá ráðherra sem báru ábyrgð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar og bankamálaráðherrann, Björgvin G. Sigurðsson, báru sinn hluta ábyrgðarinnar.
Í aðdraganda hrunsins brást pólitíska kerfið þeirri skyldu sinni að gæta almannahagsmuna. Samfylking og Vinstri grænir vildu skrifa það á reikning eins manns með landsdómsákæru.
![]() |
Vill leggja landsdóm af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 5. mars 2017
Fullveldið bjargaði Íslandi
Ísland fékk engar bjargir á alþjóðavísu nema þær sem við áttum rétt á - frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Ástæðan fyrir áhugaleysi alþjóðar á íslenskum vanda er að bankamenn hér á landi höfðu meira og minna yfirtekið stjórn landsins.
Viðvörunarbjöllur hringdu í forkreppunni 2006. Ekkert var gert vegna þess að bankakerfið stjórnaði landinu. Þegar hrunið dundi yfir tveim árum síðar var almenn sannfæring í útlöndum að spilltir fjármálamenn réðu ferðinni á Íslandi. Sem var rétt, eins og kom á daginn.
Vinstristjórnin 2009-2013 taldi stöðu Íslands svo vonlausa að við yrðum að segja okkur til sveitar hjá ESB. Góðu heilli misheppnaðist það glapræði. Sigmundur Davíð og stjórn hans sýndi fram á hvernig nota á fullveldi þjóðar til að rétta úr kútnum eftir efnahagsleg og pólitísk áföll.
![]() |
Sýnidæmi um land sem átti ekki að bjarga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 5. mars 2017
Siðlaus blaðamennska verðlaunuð
Jóhannes Kr. Kristjánsson notaði sænskan blaðamann sem tálbeitu í alræmdu viðtali við forsætisráðherra. RÚV var verkkaupi Jóhannesar.
Tálbeitan laug blákalt um tilefni viðtalsins. Forsætisráðherra mætti í viðtalið ,,í þeirri trú að umræðan verði um hvernig tókst að endurreisa Ísland eftir hrun," eins og segir í frétt norsku útgáfunnar Aftenposten - og kemur fram í óklipptu viðtali.
Fagfélag íslenskra blaðamanna verðlaunar siðlausa blaðamennsku og segir það töluvert um faglega vitund stéttarinnar.
![]() |
Hlutu Blaðamannaverðlaun BÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 5. mars 2017
Benedikt gerir Ísland gjaldþrota - og ESB-ríki
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar er í pólitík til að gera Ísland að ESB-ríki. Öruggasta leiðin inn í ESB er að Ísland verði gjaldþrota.
Með því að eyðileggja vinnu fyrri ríkisstjórnar um losun hafta færir Benedikt landið inn í ferli haftabúskapar sem endar með gjaldþroti - og ESB aðild.
Pólitísk tilvera Benedikts og Viðreisnar byggir á þeirri forsendu að Ísland geti ekki rekið sig sem sjálfstætt fullvalda ríki. Sem fjármálaráðherra tekur Benedikt flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni.
![]() |
Væru kolröng skilaboð frá stjórnvöldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 4. mars 2017
Píratar vilja einkavæða áfengissölu
Þrír þingmenn Pírata, Jón Þór Ólafsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Viktor Orri Valgarðsson, flytja áfengisfrumvarpið í félagi við þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að áfengi verði selt í matvöruverslunum og mætir andstöðu í samfélaginu. Nú býður formaður Sjálfstæðisflokksins þá málamiðlun að áfengissalan fari til einkaaðila en haldi starfseminni að öðru leyti óbreyttri - þ.e. að áfengi verði selt í sérverslunum.
Píratar eru áhugasamir að færa einkaaðilum ábatasöm viðskipti og hljóta að stökkva á tilboð forsætisráðherra.
![]() |
Vel hægt að færa áfengisverslun til einkaaðila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)