Hrunið var einkaframtak

Lóðbeint samband er á milli einkavæðingar bankanna um aldamótin og hrunsins 2008. Af þessum einföldu sannindum leiðir að einkaframtakið er í kreppu.

Þjóðin treystir ekki einkaframtakinu fyrir viðkvæmum rekstri þar sem meira er í húfi en debet og kredit, s.s. bankaþjónustu, heilbrigðiskerfinu og áfengissölu. Sporin hræða.

Enginn er á móti einkaframtaki í útgerð, byggingariðnaði, sjoppurekstri, fjölmiðlun og mörgum fleiri sviðum atvinnulífsins.

En einkaframtakið setti þjóðina á hausinn fyrir níu árum. Við skulum ekki gleyma því, Bjarni.


mbl.is Of neikvæð gagnvart einkaframtaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur á beit hjá Degi B.

Ólafur Ólafsson auðmaður mætti ekki eiga banka, dæmdur maðurinn og nú uppvís að blekkingariðju við að sölsa undir sig Búnaðarbankann.

En Ólafur er boðinn velkominn í viðskipti við Reykjavíkurborg af Degi B. borgarstjóra.

Varla ætla Samfylking, Píratar og bjarti flokkurinn að sitja uppi með Svarta-Pétur.


mbl.is Fléttan stærri en nefndin bjóst við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmenn í sósíalisma og fjölmiðlun

Auðmenn standa að baki samrunapælingum tveggja fjölmiðla sem báðir eru reknir á grunni sósíalískra hugmynda, Kjarninn og Fréttatíminn.

Samkvæmt fréttum eru þeir í viðræðum Sigurður Gísli Pálmason, í útgáfufélagi Fréttatímans, og Vilhjálmur Þorsteinsson, einn eigenda Kjarnans, um samruna.

Vilhjálmur er einn stofnenda Kjarnans sem boðar létt-sósíalisma í anda Samfylkingar.

Aðalsprautan í Fréttatímanum, Gunnar Smári Egilsson, stóð fyrir almennri fjársöfnun fyrir útgáfuna sem rambar á barmi gjaldþrots.

Þegar almenningur hafnar sósíalisma er gott að eiga einn eða tvo auðmenn í bakhöndinni.


Bretland fær fullveldið tilbaka: Smá-Evrópa situr eftir

Bretland tapaði fullveldi sínu hægt en örugglega í 44 ár, eða allt frá inngöngu í ESB 1973, sem þá hét Efnahagsbandalag Evrópu. Í dag byrjar tveggja ára ferli úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu. Bretum er fullveldið meira virði en aðild að félagsskap með stórveldametnað án innistæðu.

Stærsta einstaka ástæðan fyrir úrsögn Breta er evran, sameiginlegur gjaldmiðill Evrópusambandsins, sem tók gildi um aldamótin. Bretar stóðu utan evrunnar, sem stóðst ekki próf kreppunnar 2008 og lagði hagkerfi Suður-Evrópu í rúst.

Evran sýndi að einn gjaldmiðill fyrir mörg þjóðríki virkar ekki nema með algjöru afsali fullveldis til miðstýrðs stórríkis er sæi um fjármál, þ.e. skatta og fjárlög, allra aðildarríkja gjaldmiðlasvæðisins. Almenningur í Evrópu er ekki tilbúinn í Stór-Evrópu.

Í dag er 50. grein Lissabonsáttmálans virkjuð með viðhöfn í London og Brussel. Enginn veit hvernig Evrópusambandinu mun vegna eftir fordæmalausa úrsögn Breta. Stórveldisdraumar valdaelítunnar á meginlandi álfunnar eru í endurskoðun. Sagan sýnir að undanhaldi stórvelda fylgja brak og brestir. Engan dreymir um Smá-Evrópu.

 


mbl.is May undirritaði úrsögnina úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband