Pólitísk réttarhöld Samfylkingar og Vg

Landsdómur snerist upp í pólitískt einelti gagnvart Geir H. Haarde þegar meirihlutinn á alþingi, Samfylking og Vinstri grænir, ákvað að kæra ekki ráðherra Samfylkingar í hrunstjórninni 2007-2009.

Hrunstjórnin bar pólitíska ábyrgð á stjórnarfarinu í aðdraganda hrunsins. Ef réttarhöld skyldu fara fram átti að ákæra jöfnum höndum þá ráðherra sem báru ábyrgð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar og bankamálaráðherrann, Björgvin G. Sigurðsson, báru sinn hluta ábyrgðarinnar.

Í aðdraganda hrunsins brást pólitíska kerfið þeirri skyldu sinni að gæta almannahagsmuna. Samfylking og Vinstri grænir vildu skrifa það á reikning eins manns með landsdómsákæru. 


mbl.is Vill leggja landsdóm af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Helmingur þingmanna Samfylkingar þar með talið allir ráðherrar hennar greiddu atkvæði gegn ákæru á Geir Haarde. Þessi ákvörðun skrifast því ekki á Samfylkinguna. Það greiddi hærra hlutfall þingmanna Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar atkvæði með ákæru. 

Hrinstjórnin var ríkisstjórn Sjálfstæisflokks og Framsóknarflokks. Það var þegar orðið of seint að afstýra hruni árið 2006 samkvæmt bæði Rannsóknarnefnd Alþingis og vitnisburði fyrir Landsdómi. Það var árið áður en Samfylkingin kom inn í ríkisstjórnina. 

En haltu bara áfram þessum sögufölsunum þínum til að koma höggi á SF.

Sigurður M Grétarsson, 6.3.2017 kl. 08:14

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Landsdómur heldur áfram að vera eins konar miltisbrandur eða handsprengja ásamt ýmsum öðrum ákvæðum í stjórnarskrá, sem upphaflega var í meginatriðum skrifuð fyrir danskan einvaldskonung fyrir 168 árum og Alþingi má í raun ekki til hugsa að breyta neitt. 

Ómar Ragnarsson, 6.3.2017 kl. 08:56

3 Smámynd: Guðleifur R Kristinsson

Ef það á að leggja niður Landsdóm þá ætti að leggja niður réttakerfi Íslands alls. Það að benda á að þingmenn séu òhæfir til að dæma samþngmenn sína er kjánalegt, þetta er vinna þeirra og ef þeir teljasig vanhæfa,, nu þá burt af þingi!!!!!

Guðleifur R Kristinsson, 6.3.2017 kl. 17:22

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það gleður mig að ég geti tekið undir a.m.k. eitt málefni sem forsetinn okkar kemur fram með. Landsdómur er tímaskekkja, er rót pólitísks ofurvalds.

Gunnar Heiðarsson, 7.3.2017 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband