Sviðsmyndir stjórnmálanna - tilbúinn veruleiki

Sviðsmyndir er hugtak sem sett var saman á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og varð tamt stjórnmálamönnum eftir hrun. Sviðsmyndir lýsa mögulegri þróun eða breytingum sem gætu orðið við ákvarðanir fyrirtækja eða stjórnvalda um mikilsverð mál.

Eftir hrun var eftirspurn eftir ólíkum sviðsmyndum að gefnum stórum ákvörðunum sem stjórnvöld stóðu frammi fyrir. Nú er hrunið að baki og afnámi hafta lokið. Þegar talað er um mögulegar afleiðingar af stefnu stjórnvalda er óþarfi að nota hrunhugtök.

Orðið sviðsmynd er lúmskt orð sem stjórnmálamenn ættu að forðast. Sviðsmynd er leikhúsorð um tilbúinn veruleika,til að blekkja áhorfendur. Maður kaupir sér miða í leikhús til að njóta blekkingar, sem afhjúpa einhver sannindi þegar vel tekst til. 

En stjórnmál eiga ekki að blekkja heldur upplýsa og gera grein fyrir valkostum. Vitanlega er blekking snar þáttur stjórnmálaumræðunnar og hefur alltaf verið. En óþarfi er að gera henni hátt undir höfði og tala um ,,sviðsmyndir" þegar ræddar eru mögulegar afleiðingar ákvarðana stjórnvalda. 

 

 

 


mbl.is Er fánadagur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnám hafta - og Samfylkingar

Ósigur stjórnmálaflokks verður ekki meiri en þegar veruleikinn afhjúpar helsta málefni flokksins sem kverúlantaraus. Samkvæmt Samfylkingunni frá 2008 og áfram var lýðveldið ónýtt og krónan sérstaklega ónýt.

Samfylkingin vildi Ísland í Evrópusambandið, sem berst nú við tilvistarvanda, og evru í stað krónu - sem átti að bjarga efnahagskerfinu.

Reynslan sýnir að fullveldi og króna voru bjargræði okkar úr kreppunni sem fylgdi í kjölfar hrunsins.


mbl.is Gjaldeyrisforðinn 800 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyniríkið og Trump-byltingin

Donald Trump var kosinn forseti til að breyta Bandaríkjunum. Fyrir suma jafngilda breytingar byltingu. Embættismannakerfum er illa við breytingar og grípa til gagnráðstafana, einkum ef lögmæti yfirvaldsins er dregið í efa af valdahópum.

New York Times, sem er eindreginn andstæðingur Trump, efast um leyniríki embættismanna en það eitt að útgáfan skuli nefna möguleikann segir sína sögu.

Princeton-sagfræðingurinn Harold James gengur að því vísu að leyniríkið sé í andstöðu við Trump, þegar hann ber saman Trump-byltinguna við þá rússnesku sem fagnar aldarafmæli þessa dagana.

Embættismannakerfið, a.m.k. hluti þess, vinnur gegn Trump. Dómarar úrskurða tilskipanir forsetans ólögmætar og kerfið gerir Trump erfitt með að framfylgja stefnumálum sínum, t.d. um bætt samskipti við Rússa.

Hvort embættismannakerfinu tekst að brjóta á bak aftur róttækan forseta og gera hann stofuhæfan í valdakerfinu er óljóst. Hitt er augljóst að barátta ólíkra fylkinga um hvert eina risaveldi heimsbyggðarinnar skuli stefna markar tímamót í sögunni.


mbl.is Neitaði að taka á móti símtali Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband