Fullveldið bjargaði Íslandi

Ísland fékk engar bjargir á alþjóðavísu nema þær sem við áttum rétt á - frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Ástæðan fyrir áhugaleysi alþjóðar á íslenskum vanda er að bankamenn hér á landi höfðu meira og minna yfirtekið stjórn landsins.

Viðvörunarbjöllur hringdu í forkreppunni 2006. Ekkert var gert vegna þess að bankakerfið stjórnaði landinu. Þegar hrunið dundi yfir tveim árum síðar var almenn sannfæring í útlöndum að spilltir fjármálamenn réðu ferðinni á Íslandi. Sem var rétt, eins og kom á daginn.

Vinstristjórnin 2009-2013 taldi stöðu Íslands svo vonlausa að við yrðum að segja okkur til sveitar hjá ESB. Góðu heilli misheppnaðist það glapræði. Sigmundur Davíð og stjórn hans sýndi fram á hvernig nota á fullveldi þjóðar til að rétta úr kútnum eftir efnahagsleg og pólitísk áföll.

 


mbl.is Sýnidæmi um land sem átti ekki að bjarga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðlaus blaðamennska verðlaunuð

Jóhannes Kr. Kristjánsson notaði sænskan blaðamann sem tálbeitu í alræmdu viðtali við forsætisráðherra. RÚV var verkkaupi Jóhannesar.

Tálbeitan laug blákalt um tilefni viðtalsins. Forsætisráðherra mætti í viðtalið ,,í þeirri trú að umræðan verði um hvernig tókst að endurreisa Ísland eftir hrun," eins og segir í frétt norsku útgáfunnar Aftenposten - og kemur fram í óklipptu viðtali.

Fagfélag íslenskra blaðamanna verðlaunar siðlausa blaðamennsku og segir það töluvert um faglega vitund stéttarinnar.


mbl.is Hlutu Blaðamannaverðlaun BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benedikt gerir Ísland gjaldþrota - og ESB-ríki

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar er í pólitík til að gera Ísland að ESB-ríki. Öruggasta leiðin inn í ESB er að Ísland verði gjaldþrota.

Með því að eyðileggja vinnu fyrri ríkisstjórnar um losun hafta færir Benedikt landið inn í ferli haftabúskapar sem endar með gjaldþroti - og ESB aðild.

Pólitísk tilvera Benedikts og Viðreisnar byggir á þeirri forsendu að Ísland geti ekki rekið sig sem sjálfstætt fullvalda ríki. Sem fjármálaráðherra tekur Benedikt flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni.


mbl.is Væru kolröng skilaboð frá stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband