Píratar vilja einkavæða áfengissölu

Þrír þingmenn Pírata, Jón Þór Ólafsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Viktor Orri Valgarðsson, flytja áfengisfrumvarpið í félagi við þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn.

Frumvarpið gerir ráð fyrir að áfengi verði selt í matvöruverslunum og mætir andstöðu í samfélaginu. Nú býður formaður Sjálfstæðisflokksins þá málamiðlun að áfengissalan fari til einkaaðila en haldi starfseminni að öðru leyti óbreyttri - þ.e. að áfengi verði selt í sérverslunum.

Píratar eru áhugasamir að færa einkaaðilum ábatasöm viðskipti og hljóta að stökkva á tilboð forsætisráðherra.


mbl.is Vel hægt að færa áfengisverslun til einkaaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín felur klofning Vinstri grænna

Stjórnarmyndun er málamiðlun. Vinstri grænum stóð til boða tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Vinstri grænir voru klofnir í afstöðu sinni og formaðurinn, Katrín Jakobsdóttir, tók ekki af skarið. Hún lúffaði fyrir hreintrúarfólki.

Vinstri grænir munu aldrei geta breytt Íslandi í sósíalískt lýðveldi. Aftur gæti flokkurinn haft áhrif á hvernig málum er skipað í blönduðu hagkerfi.

Kjarni málsins er að Vinstri grænir eiga eftir að gera upp við sig hvernig flokkur þeir ætla að vera. Valkostirnir eru tveir: í eilífri stjórnarandstöðu, sem aðeins er rofin undir sérstökum kringumstæðum - t.d. vegna hruns - eða stjórntækur flokkur málamiðlana.


mbl.is Samstarfið lá í loftinu allan tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitík er trú með djöflum og guðum: Trump, Pútín og ESB

Einu sinni voru nornir brenndar (karlar á Íslandi) vegna rangrar trúar. Vesturlönd skiptu út trú fyrir pólitík eftir frönsku byltinguna en áfram er fólk brennt fyrir ranga trú. Dauðinn birtist í mörgum myndum.

Pólitík er trúarvald í veraldlegu samfélagi. Þeir sem ráða pólitíkinni í helstu höfuðborgum eru í forræði ákvarðana sem skipta öllu, jafnvel lífi og dauða, fyrir íbúa heimsbyggðar.

Til skamms tíma var ein pólitísk trú ríkjandi á vesturlöndum, líkt og kaþólsk kristni var ráðandi í Evrópu í lok miðalda. Frjálslynd alþjóðahyggja var boðorð dagsins. Undir hennar merkjum ríkti ómælt frelsi heima fyrir ásamt sívaxandi velmegun. Vesturlönd ætluðust til að aðrir tækju þessa trú.

Eftir fall Sovétríkjanna var Rússum ætlað að taka frjálslynda alþjóðahyggju. Rússland reyndi, undir Yeltsin, að meðtaka kennisetningar kapítalisma og frjálslyndis. Tilrauninni fylgdi veldisvöxtur spillingar og samfélagsólgu. Pútín kom til sögunnar um aldamótin og skóp stöðugleika á kostnað vestrænna gilda.

Þar með varð Pútínn djöfullinn í augum frjálslynda.

Eftir Rússland bar vestræna alþjóðahyggju niður í miðausturlöndum. Innrás Bandaríkjanna í Írak 2003 var tilraun til að umskapa landið í anda vestrænna gilda. Það mistókst herfilega, þótt litli djöfullinn þar, Hussein, væri auðveld bráð. En kennisetningin var ein og söm og tilraunin var endurtekin í Sýrlandi og Líbýu. Gadaffi fór sömu leið og Hussein en aðaldjöfullinn í Moskvu barg Assad forseta Sýrlands. Öll ríkin þrjú eru ónýt, í helgreipum ófriðar.

Til að skáka djöflinum Pútín stóðu Bandaríkin/ESB/Nató fyrir stjórnarskiptum í Úkraínu 2014, nágrannaríkis Rússa. Pútín stöðvaði það, yfirtók Krímskaga og sýndi vestrænu trúnni fingurinn í austurhéruðum Úkraínu þar sem ríkir borgarastyrjöld.

Frjálslynd alþjóðahyggja var að þrotum komin. Vestur í Bandaríkjunum tók Trump forsetaembættið frá frambjóðanda pólitíska rétttrúnaðarins, Hillary Clinton. Trump segir falleg orð um Pútín og sjálfkrafa verður hann að stórasta djöflinum í augum rétttrúaðra. En Trump á sér sína vini í villtrúnni. Rússland getur ekki verið óvinurinn, segir íhaldsmaðurinn og fyrrum forsetaframbjóðandi, Patrick J. Buchanan.

Wasington féll í hendur villitrúarmanns, ekki aðeins vegna misheppnaðrar utanríkisstefnu. Alþjóðvæðingin skilaði ekki velmegun til allra. Elítan fékk mest, alþýðan minnst. Og almenningur kaus Trump.

Önnur háborg frjálslyndrar alþjóðahyggju, Brussel, er í uppnámi. Eftir Brexit er Evrópusambandið í reiðileysi. Einn þekktasti blaðamaður Þýskalands, Henryk M. Broder, líkir Evrópusambandinu við Þýska alþýðulýðveldið sem haldið var uppi á lygum. Ef ESB væri fyrirtæki væri það löngu komið til gjaldþrotaskipta, segir Þjóðverjinn.

Trúin sem kenna má við frjálslynda alþjóðahyggju er komin á endastöð. Henni verður ekki bjargað. Óvissa er um hvað taki við. Við lifum fjarska spennandi tíma. Enda eru þeir lífshættulegir.


mbl.is Nornaveiðar segir Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband