Endalok kratisma á Íslandi

Kratar hétu á síðustu öld Alþýðuflokkur en Samfylking frá aldamótum. Eftir útreið ríkisstjórnar undir forystu Samfylkingar 2009 til 2013 voru reynd tilbrigði eins og Viðreisn og Björt framtíð, sem eru í kreppu.

Kratar á Íslandi taka rangan pól í hæðina í stærstu málum. Alþýðuflokkurinn vildi ekki stofna lýðveldi 1944 og Samfylkingin reyndi að leggja það niður með inngöngu í Evrópusambandið.

Kratar voru alltaf veikir hér á landi. Þjóðlegir vinstrimenn í Sósíalistaflokknum og Alþýðubandalagi voru sterkari en Alþýðuflokkurinn.

Stærsta verkefni krata í Þýskalandi, Bretlandi og á Norðurlöndum, uppbygging velferðarsamfélags, var unnið á Íslandi undir forystu Sjálfstæðisflokksins með kennimarkinu ,,stétt með stétt."

Kratisminn er orðinn að neðanmálsgrein í íslenskum stjórnmálum.


mbl.is Vilja þróun á velferðartækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB og fall alþjóðahyggjunnar

Alþjóðahyggju var hafnað í Bretlandi og Bandaríkjunum, með Brexit og Trump. Evrópusambandið var helsta verkfæri alþjóðahyggjunnar ásamt Bandaríkjunum - áður en Trump kom til sögunnar.

Alþjóðahyggja stefnir að regluverki og stofnanaveldi sem stýrir samskiptum á milli þjóða. Innifalið er að þjóðríki framselji fullveldið til yfirþjóðlegs valds. Á móti áttu að koma efnahagslegar framfarir alls almennings. Hornsteinninn þar er frjáls viðskipti.

Hugmyndinni óx fylgi eftir tvær heimsstyrjaldir á síðustu öld. Eftir lok kalda stríðsins fyrir aldarfjórðungi varð alþjóðahyggja ráðandi hugmyndafræði Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.

Hrun Sovétríkjanna virtist sigur vesturlanda. En annað kom á daginn. Frjáls viðskipti eftir fall Sovétríkjanna gerðu Rússland að gjaldþrota spillingarbæli. Pútín reisti við efnahagskerfi Rússlands um síðustu aldamót en gerði það á kostnað frjálsra viðskipta.  Eftir að Pútín komst til valda í Rússlandi varð hann óvinur vesturlanda, þ.e. Bandaríkjanna og ESB.

Það var þó ekki Pútín sem felldi alþjóðahyggjuna, enda Rússland ekki heimsveldi eins og Sovétríkin voru. Pútín stendur fyrir sérrússneska þjóðernishyggju sem ekki er hugmyndafræðileg útflutningsvara líkt og kommúnisminn var í kalda stríðinu.

Tvær meginástæður eru fyrir falli alþjóðahyggjunnar. Í fyrsta lagi skilaði hún ekki öllum almenningi velmegun. Stórir hópar á vesturlöndum urðu útundan á meðan stórfyrirtæki og sívaxandi sérfræðistétt mökuðu krókinn.

Í öðru lagi strandaði alþjóðahyggjan í miðausturlöndum. Innrás Bandaríkjanna í Írak 2003 var tilraun til að alþjóðavæða þennan heimshluta. Markmiðið var að stofna til þjóðríkis alþjóðahyggjunnar, sem væri hlynnt vestrænni hugmyndafræði um hvernig þjóðríki ættu að haga sér - gefa frá sér fullveldið og njóta ávaxta frjálsra viðskipta. Írak skyldi vera fyrirmyndarríkið í menningarheimi araba og múslíma. En það fór á sama veg og með Rússland eftir fall Sovétríkjanna: upplausn, spilling og átök.

Svokölluð lýðræðisvæðing í Norður-Afríku og arabaríkjum um 2010, arabíska vorið, fór einnig út um þúfur. Menningarheimur múslíma er ekki tilbúinn í vestræna alþjóðahyggju.

Project Syndicate er efnisveita helstu talsmanna alþjóðavæðingar. Efnisveitan tekur saman stöðuna undir fyrirsögninni ,,Problems from hell". Nafngiftin er við hæfi og lýsir stöðu alþjóðahyggjunnar.

Þegar ráðandi hugmyndakerfi verður gjaldþrota er tímabil óvissu og átaka áður en nýtt kerfi festir sig í sessi. Umskiptin taka áratugi og eru ekki friðsöm. Eins og við blasir.

 


mbl.is Margoft reynt að sameina Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband