Trump og guð í samfélaginu

Enginn skilur hvers vegna Trump varð forseti Bandaríkjanna. Margir reyna en allar tilraunir til útskýringa eru drög, ekki svarið sjálft.

Blaðamaður Guardian hitti kristna þeldökka Bandaríkjamenn sem sögðu Trump verkfæri guðs. Í eingyðistrú eru vegir guðs órannsakanlegir.

Fyrir daga eingyðistrúar voru guðirnir í fleirtölu. Niðurstaðan er hin sama: í Menón segir Sókrates guðlegan innblástur skýra leiðtogahæfileika.

Við notum guð til að útskýra atburði sem eru skilningi okkar ofvaxnir.


mbl.is Trump setur þingmönnum afarkosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur sem fórnarlömb

Ímyndinni um konur sem fórnarlömb er haldið á lofti þegar hallar á þær á afmörkuðum sviðum samfélagsins, t.d. í forystu sveitarfélaga. Á þeim sviðum þar sem konur eru ráðandi ríkir þögnin ein.

80 prósent kennara í grunn- og framhaldsskólum eru konur. Hvar er umræðan um þá staðreynd?

Þegar konur yfirtaka heila starfsstétt er augljóst að þær hljóta að vera nokkru færri í öðrum starfsstéttum. Þjóðin er til helminga karlar og konur.

Val fólks á starfsvettvangi ræðst af margbreytilegum ástæðum. En hún er orðin nokkuð þreytt klisjan um að konur séu fórnarlömb.


mbl.is Ekki í lagi að vera eina konan á fundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband