Aðildarsinni með viðvörun til Íslands

Efnahagsleg rök nægja hvergi nærri til að sannfæra þjóðir um að ganga í Evrópusambandið allra síst ef viðkomandi þjóðir munu greiða með sér í sambandið eins og verður í tilfelli Íslands. Uffe Ellemann-Jensen kann og veit margt um Evrópusambandið og hefur tilfinningu fyrir íslenskum þankagangi.

Fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur tæki aðild Íslands fagnandi en sér öll tormerki á því að þjóðin sé tilbúinn að meðtaka boðskapinn frá Brussel.

Á kurteisan hátt bendir danski Íslandsvinurinn okkur á að ræða málið betur.


mbl.is Segir of snemmt að fara í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég las þessa frétt öðruvísi. Þarna er maður sem er að hnýta í íslenskan þankagang og benda á að landinn þurfi að melta betur nútímann og raunveruleikann áður en hann sækir um. UE Jensen er ekki á móti ESB, hann hins vegar veit hvernig íslendingar hugsa. Eins og eyjaskeggjar gjarna gera...Kær kveðja, E

Eiki S. (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 23:41

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég skil þessa frétt þannig að það sé mat Uffe að íslendingar séu ekki að sækja um á réttum forsemdum. Ég er sammála honum, Samfylkingin er eingöngu að leita eftir fjárhagslegri aðstoð frá ESB. Það finnst þeim í Brussel ekki rétta hugarfarið.

Hvernig stendur annars á að stækkunarstjóranum finnst vanta allar staðreyndir um ESB í umræðuna? Það hlýtur að vera vegna þess að samfylkingafólkið hefur ekki kynnt sér þær nógu vel.

Össur hefur sagt að við gætum fengið varanlegar undanþágur, stækkunarstjórinn leiðrétti hann og sagði ekkert til sem héti varanlegar undanþágur.

En það vantar ekki ritgerðir og bækur frá Samfylkingunni þar sem talað er um alla þá styrki og allan þann hagnað sem við getum fengið.

En ESB hefur bent á það að þeir séu engin góðgerðarstofnun. Það má þó virða sambandið fyrir heiðarleika að þessu leiti.

Jón Ríkharðsson, 28.7.2010 kl. 23:54

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

ESB er ekki óvinur - ekki frekar en USA. Þetta er hið allra fínasta þjóðasamband þarna úti í Evrópu. Eða svo segja menn.

Megi ESB lengi lifa. Án Íslands.

Kolbrún Hilmars, 29.7.2010 kl. 00:38

4 identicon

Morgunblaðið er nú kannski ekki besta heimildin þegar kemur að ESB-umræðunni.

 

Ég held að Uffe sé í rauninni að segja það sama og stækkunarstjórinn sagði í fyrradag, með nánari útskýringum: Á Íslandi er röngum upplýsingum markvisst dreift í öflugum fjölmiðlum eins og Morgunblaðinu, af fjölmennum samtökum eins og Bændasamtökunum, einstökum stjórnmálamönnum og –flokkum. Og svo mönnum eins og Páli Vilhjálmssyni.

 

Allir þessi aðilar eiga það sammerkt að dreifa vísvitandi röngum upplýsingum. Þessi aðferð kallast “disinformation” á ensku og hefur lengi verið stunduð, t.d. af báðum aðilum í kalda stríðinu. Eftir hrun hefur jarðvegurinn því miður verið frjór fyrir alls konar vitleysu á Íslandi og hafa lýðskrumarar nýtt sér það til hins ítrasta.

 

Nú hamast andstæðingar aðildar Íslands að ESB við að fá umsóknina dregna til baka af ótta við að þjóðin verði búin að ná áttum loksins þegar samningarnir eru í höfn og samþykki þá í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Gísli (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 01:08

5 identicon

aion gold (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 09:44

6 identicon

Við ættum að loka á öllu sem kemur erlendisfrá í 50 ár.   Kalla alla Íslendinga heim frá útlöndum.  Ef menn eru ekki komnir heim fyrir áramótin, þá missa þau einfaldlega Íslenska ríkisborgararéttin sín.  Enda með því að skila sér ekki heim, þá vilja menn ekki vera Íslendinga.  Þau sem ekki vilja vera hér, skulu koma sér út fyrir árámótin næst komandi.  Við skulum þá hefja 2011 með því að loka landið í hálfa öld.  Þannig náum við að hlúa að okkar menningu og land, og þannig tryggja sjálfstæði Íslands næstu þúsund árin.

Áfram Ísland !  Ísland er ekki eyja, það er heimsálfa !

Davíð (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband