Guð er karl í kristni og íslam

Karlinn er nær guði, bæði í kristni og múslímatrú. Eva var gerð úr rifbeini Adams, samkvæmt sköpunarsögunni. Spámaðurinn sagði kynbræðrum sínum að berja eiginkonur sem vefengdu vald þeirra.

Jafnrétti kvenna á vesturlöndum óx með hnignun kristni. Í veraldlegu samfélagi næst jafnrétti með orðræðu út frá sanngirni og réttlæti án trúarlegra tilvísana.

Múslímar eiga eftir að brjóta af sér viðjar trúarlegra miðaldahugmynda. Þangað til kúga þeir konur.


mbl.is Slæðunni svipt af fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erdogan: Holland er fasistaríki

Hollendingar bönnuðu utanríkisráðherra Tyrklands að halda fjöldafund í landinu. Erdogan forseti kallar Holland fasistaríki og hótar lendingarbanni á hollenskar flugvélar.

Útsendarar stjórnar Erdogan eru í herferð í Evrópu að sækja atkvæði tyrkneskra farandverkamanna í þágu stjórnkerfisbreytinga í Tyrklandi. Þýsk fylki bönnuðu tyrkneskum ráðherrum að halda fjöldafundi og fengu sama stimpilinn frá tyrkneska forsetanum: fasistar.

Tyrkland var helsta vonin um veraldlegt múslímaríki er byggði á lýðræði. Einræðistilburðir Erdogan síðustu misseri og vaxandi spenna milli Evrópuríkja og Tyrklands er birtingarmynd stríðandi siðmenninga á flekaskilum múslímaríkja og vesturlanda.


Sovétríkin urðu 69 ára - ESB er sextugt; endalokin

Sovétríkin reyndu að breyta heiminum frá stofnun 1922 til 1991 þegar þau voru aflögð. Evrópusambandið er 60 ára í þessum mánuði, stofnað í Róm 1957 til að breyta heiminum.

Undirbúningurinn fyrir afmælið er ,,fíaskó" segir Die Welt. BBC fjallar um fjárkúgun Frakka gegn Pólverjum, sem vildu ekki endurkjör hins pólska Donald Tusk í stól forseta leiðtogaráðsins.

Evrópusambandið veit ekki hvort það sé að koma eða fara. Forseti framkvæmdastjórnarinnar í Brussel býður upp á fimm ólíkar útgáfur af ESB framtíðarinnar. Ein útgáfan er Kjarna-Evrópa, sem felur í sér uppgjöf á útþenslustefnu síðustu áratuga. Útilokað í öllum útgáfum er að þróunin verði á forendum lýðræðis.

Eftir að Sovétríkin gáfust upp á að breyta heiminum var skammt í endalokin. Evrópusambandið er á sömu vegferð. ESB getur ekki breytt heiminum, Brussel er í naflaskoðun og horfir á harðar staðreyndir. Viðskiptamódelið fyrir Evrópusambandið er ónýtt. Aðildarríki ESB eru ekki tilbúin að fórna lýðræðinu fyrir óvissuferð undir forystu embættismanna í Brussel.

Evrópusambandið verður sextugt, afmælið er eftir 14 daga. En fyrir sjötugsafmælið verður annað mál á dagskrá - jarðaför ESB. Spurningin er hvort hún verði með hávaða og látum eða hátíðleg og friðsöm.


mbl.is Tusk endurkjörinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband