Samfélagsmiðlar, alvarleg umræða og léttúð

Orðum fylgja ábyrgð, mismikil eftir efnum og ástæðum. Það er ábyrgðarlaust þegar vinahópur lætur gamminn geisa og fordómana fljúga um menn og málefni. Ef ummælin eru gerð opinber eykst ábyrgðin.

Samfélagsmiðlar geta í senn verið lokaður hópur, þar sem einungis vinir og kunningjar talast við, en einnig opinber vettvangur sem alþjóð fylgist með. 

Óljós mörk einkamála og opinberra á samfélagsmiðlum skapar óvissu um hvaða umræða er léttúð og hvenær alvara - og þar af leiðandi ábyrgð - er á ferðinni. Á seinni árum ber á þeirri þróun að orðfæri í lokuðum hópi hafi sömu merkingum umræða á opinberum vettvangi.

Orðaskipti á alþingi um merkingu hugtaka, ,,siðleysis" og ,,stjórnleysis", er merki um að þingmenn vilji að orð á opinberum vettvangi beri ábyrgð. Og að þingmenn og ráðherrar eigi að vanda orðfærið. Við viljum ekki að stjórnmálaumræðan verði eins og í athugasemdakerfum raffjölmiðla.

 

 


mbl.is Óbreytt ummæli ráðherra grafalvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skosk mótsögn: sjálfstæði frá London til ófrelsis í Brussel

Heimastjórnin í Skotlandi vill sjálfstæði frá London með þeim rökum að frelsi Skota sé betur varðveitt með aðild að Evrópusambandinu.

Þegar Skotar átta sig á mótsögninni verða hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðsluna 2018 lagðar á hilluna.

Úr mótsögn verður ekki búin til sigursæl pólitík.

 


mbl.is Skotar reyni sjálfstæði árið 2018
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frummaðurinn og gáta mennskunnar

Líffræðirannsóknir sýna Neandertalsmanninn mennskari en við homo sapiens áður töldum. Löngu áður en frændi okkar japlaði á jurtum sér til lækninga varð sameiginlegur forfaðir tvífætlingur, sem telst fyrsta skrefið í átt til mennskunnar.

En mennska er ekki nema að litlum hluta líffræði. Hæfileiki mannsins að búa til merkingu úr engu, hugsunin, og deila henni með öðrum aðgreinir okkur frá öðrum dýrategundum.

Eftir því sem saga mennskunnar lengist verður óhugnanlegra að hugsa til þess hve skammt á veg komin við erum að finna svör við jafnvel einföldustu spurningum. Til dæmis um hvernig hægt sé að lifa saman í friði. 


mbl.is Neanderdalsmenn notuðu mikið af verkjalyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband