Píratar vilja einkavæða áfengissölu

Þrír þingmenn Pírata, Jón Þór Ólafsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Viktor Orri Valgarðsson, flytja áfengisfrumvarpið í félagi við þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn.

Frumvarpið gerir ráð fyrir að áfengi verði selt í matvöruverslunum og mætir andstöðu í samfélaginu. Nú býður formaður Sjálfstæðisflokksins þá málamiðlun að áfengissalan fari til einkaaðila en haldi starfseminni að öðru leyti óbreyttri - þ.e. að áfengi verði selt í sérverslunum.

Píratar eru áhugasamir að færa einkaaðilum ábatasöm viðskipti og hljóta að stökkva á tilboð forsætisráðherra.


mbl.is Vel hægt að færa áfengisverslun til einkaaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það eru engin rök fyrir einokunarverslun ríkisins með áfengi. Lýðheilsu, barnaverndar og allt annað sem tínt hefur verið til er í besta falli rök til að banna sölu áfengis, en ekki til að halda versluninni í höndum ríkisins.Fyrir nú utan að það er enginn að tala um að leggja á áfengisbann. Fólk vill fá sopann sinn og ríkið vill fá skattinn.

Þessi andstaða fólks við afnám einokunar er ein af þessum þverstæðum í íslenskri þjóðarsál sem líklega verður aldrei útskýrð.

Ragnhildur Kolka, 5.3.2017 kl. 00:11

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr heyr Ragnhildur!

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.3.2017 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband