Grænlandsgátan: útrýming eða undanhald?

Byggð norrænna manna á Grænlandi stóð í 500 ár, lagðist af um 1500. Tvær megintilgátur eru um afnám byggðarinnar. Í fyrsta lagi að afkomendur Eiríks rauða og félaga dóu út. Í öðru lagi að þeir norrænu höfnuðu lífsháttum veiðimanna og kusu að flytja búferlum og halda þar með í sérkenni sín - lífsstíl bænda.

Smithsonian-safnið tekur saman þær rannsóknir og kenningar sem varpa ljósi afdrif norrænu Grænlendingana. Veðurfar er miðlæg orsök að flestra áliti. Grænland byggðist á sama hlýskeiði og Ísland. Þegar veðurfar kólnaði á 13. öld varð hægt en örugglega óbyggilegt á Grænlandi fyrir norræna bændur. Ekki mátti miklu muna að eins færi fyrir Íslandi þegar verst lét á 18. öld.

Valkostirnir á Grænlandi voru tveir: að tileinka sér lífsvenjur veiðimanna sem átu sjávarfang í öll mál eða flytja búferlum.

Um sama leyti og norrænu Evrópumennirnir gáfust upp á Grænlandi, urðu útdauðir eða fluttu, hófust fólksflutningar frá Evrópu til annars hluta álfunnar sem fékk nafnið Ameríka. Evrópsk siðmenning hopaði frá kuldanum á Grænlandi en sótti í hlýindin í Norður- og Suður-Ameríku.  


Falsfréttir sem pólitísk leikrit

Falsfréttir um að Trump sé leikbrúða Pútín Rússlandsforseta var svarað af Hvíta húsinu með annarri falsfréttahrinu um að Obama fráfarandi forseti hafi látið hlera Trump.

Falsfréttirnar um Trump sem handbendi Pútín eru tilbúningur, segir í Vanity Fair og þær eru teknar í sundur af Glenn Greenwald.

Ásakanir um að Obama hleraði Trump fara sömu leið og Trump-Pútín samsærið. Hvorttveggja eru pólitískar leiksýningar, settar upp vegna óseðjandi eftirspurnar.


mbl.is „Fréttirnar eru fáránlegt bull“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV og tjáningarfrelsið

Fyrsta frétt Sjónvarps-RÚV í kvöld var óður til frjálsrar tjáningar. RÚV sjálft og fréttamenn þar á bæ eru á hinn bóginn ekki hrifnir af tjáningarfrelsinu þegar það er nýtt til að gagnrýna fréttastofuna á Efstaleiti.

Fréttamaður RÚV og lögmaður stofnunarinnar stefndu bloggara fyrir ærumeiðingar þegar falsfrétt var gagnrýnd. Bloggari var sýknaður í héraðsdómi en áfram héldu RÚV-liðar og áfrýjuðu til hæstaréttar. Það fór á sömu leið.

En núna er RÚV sem sagt besti vinur tjáningarfrelsisins.


mbl.is Fimmta áminningin til Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóð, tíst og vald

Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra lærði ljóð til að hafa á hraðbergi í orrahríð stjórnmálanna. Oft tókst snilldarlega til: ,,Sálarskip mitt fer hallt á hlið..." er fyrsta ljóðlínan í kvæði Bólu-Hjálmars sem Gunnar fór með á þingi 1979 til að lýsa vinstristjórn.

Donald Trump lærir hvorki ljóð né hrærist hann í heimi fagurbókmennta. Trump tístir.

Miðlarnir klæða valdinu misvel, ljóðið og tístið.


mbl.is „Twitter er frábært“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjáningarfrelsið víkkað

Til skamms tíma mátti í íslenskum rétti viðhafa hvaða ummæli sem er um mann og annan, nema það mátti ekki saka neinn um lögbrot.

Mannréttindadómstóll Evrópu víkkar tjáningarfrelsið að þessu leyti og telur leyfilegt að bera á borð ásakanir um alvarleg lögbrot nafngreindra einstaklinga.

,,Opinberir einstaklingar" eru þeir kallaðir sem eru í valdastöðu og eiga að þola ágengari, að ekki sé sagt ósvífnari, umfjöllun en almenningur.


mbl.is Hæstiréttur braut gegn tjáningafrelsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foringjalýðræði - Rutte tók Trump á Wilders

Sitjandi forsætisráðherra Hollands efndi til átaka við múslímaforingjann í Tyrklandi, Erdogan forseta, síðustu vikuna fyrir kosningarnar og sópaði til sín fylgi.

Rutte sýndi sig meiri foringja hollensku þjóðarinnar en Geert Wilders leiðtogi Frelsisflokksins og fékk sína umbun. Foringjalýðræði er vaxandi fyrirbrigði í stjórnmálum. Það er eftirspurn eftir átökum, ekki hugmyndum.

En auðvitað tapaði popúlisminn...


mbl.is „Popúlismanum hafnað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ er ekki með umboð í pólitík

ASÍ reyndi fyrir sér í pólitík með Evrópustefnu Samfylkingar. Sú pólitík var illa ígrunduð og skaðaði ASÍ.

ASÍ er með umboð til að bæta lífskjör félagsmanna, og þá um leið almennings. Víð túlkun á þessu hlutverki leiðir í ógöngur, sbr. Evrópustefnuna. Þrengri túlkun, t.d. að auka  kaupmátt og viðhalda stöðugleika, er til muna farsælli stefna.

Eins og sást í nýafstöðnumm kosningum til formanns VR eru fáir sem nenna að greiða atkvæði. Ef verkalýðshreyfingin lærir eitthvað af nýfenginni reynslu þá ætti hún að hyggja að sínu en láta aðra um pólitíkina.


mbl.is Sest ekki í miðstjórn ASÍ með Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baldur og mótsögn frjálslyndra

Ákall um heildarlöggjöf gegn mismunun má finna hjá Baldri Kristjánssyni sóknarpresti. Í ákallinu felst mótsögn frjálslyndra sem afhjúpar veruleikafirringu þeirra.

Frjálslyndir vilja ekki mismuna fólki eftir trúarbrögðum. Þeir vilja heldur ekki kynjamismunun.

Múslímatrú, á hinn bóginn, mismunar fólki kerfisbundið. Í fyrsta lagi hafna múslímar trúfrelsi - það er aðeins ein sönn trú í þeirra bókum. Aðrir eru óverðugir. Í öðru lagi mismunar íslam konum - þær eru annars flokks borgarar.

Hvorki Baldur né aðrir frjálslyndir geta smíðað löggjöf er í senn virðir einstaklingsfrelsi og jafnframt trúfrelsi. Einfaldlega vegna þess að trúfrelsið nota múslímar til að kúga konur og meina fólki að skipta um trú. Nema, auðvitað, múslímar taka við þeim sem vilja játa íslam.

Íslam og vestræn mannréttindi er ekki hægt að samræma. Það er mótsögnin sem frjálslyndir neita að viðurkenna.


mbl.is Hvar eru konurnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimska ESB: Skotland er spænskt innanríkismál

Á Evrópuþinginu er talað um heimskuna sem felst í að ESB fjármagni stjórnmálaöfl sem vilja sambandið feigt. Möguleg aðild Skotlands að ESB er spænskt innanríkismál. Sem hljómar heimskulega en er þó satt.

Ef Skotland fær vilyrði fyrir inngöngu í ESB eftir að kljúfa sig frá Bretlandi yrði það fordæmi fyrir Katalóníu að segja skilið við Spán og  fara skosku leiðina úr sambandsríki inn í Evrópusambandið.

Af þessu leiðir er staða Skotlands gagnvart Bretlandi annars vegar og hins vegar ESB orðið að spænsku innanríkismáli. Spánverjar myndu beita neitunarvaldi gegn Skotlandi.

Evrópusambandið er þannig úr garði gert að heimskuleg vandræði hljótast af. Eins og dæmin sanna.


mbl.is Skotland færi aftast í röðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan fær uppreisn æru

Krónunni var kennt um hrunið að ósekju. Ísland var rekið eins og vogunarsjóður eftir að auðmenn og meðhlauparar þeirra náðu völdum með Baugsstjórninni. Krónan átti engan hlut að máli.

Nefnd til endurskoðunar peningastefnu fær eftirfarandi umboð:

For­senda vinn­un­ar, eins og fram kem­ur í skjali for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, er að krón­an sé framtíðar­gjald­miðill lands­ins. Útgáfa gjald­miðils er hluti af full­veldi þjóðar­inn­ar...

Gott að heyra.


mbl.is Krónan lögð til grundvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband