Góðæriskreppan

Í landinu er góðæri með síhækkandi kaupmætti, engu atvinnuleysi og lágri verðbólgu. Samt er kreppa á vinnumarkaði. Hvers vegna?

Jú, í góðæri þykir sjálfsagt að gera kröfur byggðar á framhaldi góðæris, sem allir vita þó að lýkur með hallæri.

Þá fáum við hallærisvöxt sem byggir á hörðum efnahagsstærðum.

Tímabilið á milli góðæriskreppu og hallærisvaxtar má kenna við froðu þegar deilt er um ímynduð verðmæti. Við erum núna á froðutíma.


mbl.is Bjarni: Þróa þarf leiðir til að komast úr öngstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsælll fasisti í vondum heimi

Trump er vinsæll, annars væri hann ekki forseti. Fleiri Bandaríkjamenn styðja múslímabannið en eru á móti. Vinstriútgáfan Guardian birtir grein sem útskýrir vinsældir Trump.

Samkvæmt greininni er Trump vinsæll vegna þess að hann talar fyrir milljónir Bandaríkjamanna sem urðu útundan í alþjóðavæðingu síðustu áratuga. Elítan fitnaði eins og púkinn á fjósabitanum en almenningur var skilinn eftir í skítalífi lágra launa og eiturlyfja.

Styrmir Gunnarsson rekur samhengi uppreisnarinnar sem Trump leiðir og vísar í bandaríska stjórnmálaumræðu liðinna ára. Borðið var dekkað fyrir mann eins og Trump.

Andstæðingar Trump í elítunni og á fjölmiðlum reita hár sitt í örvæntingu yfir vinsældum forsetans. Nærtækara væri að grafast fyrir um ástæður vinsældanna. En það er miklu einfaldara að sýna Bandaríkjaforseta afhöfða Frelsisstyttuna.


mbl.is Trump með höfuð Frelsisstyttunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góða fólkið með alvarlega hótun

Talsmaður góða fólksins birtir samborgunum sínum alvarlega hótum sem mun halda okkur milli vonar og ótta um langa framtíð. Hótunin er svo alvarleg að hún kallar á málþing, ráðstefnur og fjöldafund á Austurvelli.

Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi og listamannalaunþegi hótar sem sagt að mæla ekki styggðaryrði um Bandaríkjaforseta nema vinur hans fái hæli á Íslandi.

Ég fyrir mitt leyti stend höggdofa yfir þessu sverði Demóklesar sem sveiflað yfir höfði okkar. Á sem sagt ekki að hallmæla Trump einu orði? Ég meina við erum öll miður okkar, Andri Snær. Plís, kæri forsetaframbjóðandi, bara eitt styggðaryrði frá þér um Trump myndi svo mikið bjarga deginum mínum. Það þarf ekki að vera fasisti, bara eitthvað heimagert og íslenskt. Plís... 

 


mbl.is Andri Snær: Við erum líka Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking í skugga Vinstri grænna

Vinstri grænir festa sig í sessi sem 15 - 20 prósent flokkur. Samfylkingin dólar sér í sjö prósent fylgi.

Um aldamótin, þegar flokkarnir tveir voru stofnaðir, átti Samfylkingin að verða 30 prósent flokkur með Sjálfstæðisflokkinn sem höfuðandstæðing. Vinstri grænir áttu samkvæmt forskriftinni að vera sá jaðarflokkur sem Samfylkingin er núna.

Hvað gerðist? Jú, þetta helst.

Samfylkingin veðjaði á eitt stórt málefni, ESB-aðild Íslands, og tapaði. Veðmálið byggði á kolröngum forsendum, að Ísland ætti meira sameiginlegt með meginlandsríkjum Evrópu en strandríkjum í Norður-Evrópu.

Þegar hátt er reitt til höggs verður tjónið verulegt ef höggið geigar. Samfylkingin hjó undan sér báðar lappirnar og gerði sjálfa sig að pólitískum dverg.

 


mbl.is „Við getum ekki kennt kjósendum um“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump: síðasti forsetinn - fyrsti keisarinn

Bandaríska lýðveldið gæti farið sömu leið og það rómverska fyrir tvö þúsund árum. Tilskipanir Trump forseta innleiða nýja stjórnunarhætti sem sniðganga þingið og leiða til andspyrnu dómstóla. Meiri líkur en minni eru að Trump múlbindi þingið og brjóti dómstólana á bak aftur.

Múslímabann Trump leiðir til klofnings heima og heiman. New York Times segir frá íröskum foringja í umsátrinu í Mósúl sem kveðst ekki nenna að berjast fyrir Bandaríkin þegar hann og hans líkar fái ekki ferðaheimild til fyrirheitna landsins - Ameríku.

Múslímar eru ekki eini skotspónn Trump, langt í frá. Ritstjóri Spiegel í Þýskalandi segir Bandaríkjanaforseta ætla sér að ganga af Evrópusambandinu dauðu. Trump trúi ekki á fjölþjóðasamvinnu og líti á ESB sem úrelt fyrirbæri. Í austri gæti orðið til bandalag við Pútín Rússlandskeisara, afsakið forseta, um nýskipan Evrópu.

Í Guardian er frásögn af aðalhugmyndafræðingi Trump, Steve Bannon, sem ólíkt umbjóðanda sínum les bækur, og er sannfærður um að stríð séu heilsusamleg fyrir nýja heimsskipan.

Rómverska lýðveldið lauk sögu sinni við upphaf tímatals okkar. Sá sem lagði grunninn að keisaratíma Rómar, Júlíus Sesar, var myrtur af þingmönnum á tröppum þinghúss Rómar.

Trump verður ekki fyrsti keisari Bandaríkjanna. Til þess er hann of gamall. Átökin um nýskipan Bandaríkjanna, og þar með heimsins alls, eru rétt hafin. Áður en nýtt fyrirkomulag tekur við því gamla á mikið vatn eftir að renna til sjávar.

Einu er hægt að slá föstu. Eftir Trump, hvort sem hann nær fullu einu kjörtímabili eða tveim, verða Bandaríkin ekki þau sömu og áður. Umbreytingar stórvelda taka tíma. Í Róm var borgarastyrjöld eftir morð Brútusar og félaga á Júlíusi; Frakkland og Evrópa loguðu í byltingarstríðum í tvo áratugi fyrir og eftir 1800 og fæðing Sovétríkjanna tengdi saman tvö heimsstríð á fyrri hluta síðustu aldar.

Eins og vestfirska kerlingin sagði þegar hún frétti af Evrópu í stríðsham sumarið 1914: það er ég viss um að þeir hætta ekki þessum djöfulgangi fyrr en þeir drepa einhvern.


mbl.is Lögbann á ferðabann Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengisflokkurinn á alþingi og þjóðin

Áfengisflokkurinn bauð ekki fram í þingkosningum 29. október. Ekkert framboð bauð fram undir þeim merkjum að áfengi skyldi í hillur matvöruverslana. En fáum vikum síðar er sprottinn upp áfengisflokkur á alþingi sem þvert gegn viðurkenndri stefnu vill breyta lögum sem varða lýðheilsu.

Birgitta Jónsdóttir afhjúpar tvískinnung stjórnmálaflokka, sem eru á framfæri ríkisins að bjóða fram valkosti í pólitík, en þykist enga hafa í brýnu samfélagslegu álitamáli, þ.e. hvort horfið skuli frá hefðbundinni stefnu um áfengissölu.

Það er ekki boðlegt að stjórnmálaflokkar feli sig á bakvið stefnuleysi og leyfi einstökum þingmönnum að efna til meirihlutasamstarfs um áhugamál sín.

Tillaga Birgittu um þjóðaratkvæði er skárri kostur en að áfengisflokkur sem enginn kaus komist upp með að ráða ferðinni í stefnu ríkisvaldsins í lýðheilsumálum.


mbl.is Vill þjóðaratkvæði um áfengisfrumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB fær nýjan óvin: Trump í stað Pútín

Evrópusambandið er valdakerfi sem stendur ekki undir sér. Til að halda lífi í sambandinu reyna embættismenn í Brussel að gera forseta Bandaríkjanna að óvini sínum. Áður þjónaði Pútín Rússlandsforseti þessu hlutverki.

Þýska útgáfan Die Welt segir Evrópusambandið hafa þjónað sínu hlutverki. Rómantísk viðhorf ESB-sinna blindi sýn að harðan veruleika: ESB er í andarslitum.

Hvorki Trump né Pútín grafa undan ESB. Ábyrgðin er alfarið Evrópusambandsins, sem færðist í fang að skapa Stór-Evrópu án umboðs frá almenningi þeirra þjóðríkja sem mynda sambandið.

 


mbl.is Mega ekki falla fyrir kænskubrögðum Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengi og falsrökin um hlutverk ríkisins

Áfengi í matvörubúðir er tilræði gegn lýðheilsu almennings. Þetta vita flutningsmenn frumvarps um málið og leggja til aukið fé í ,,forvarnir gegn óhóflegri áfengisneyslu."

Þingmennirnir sjá enga mótsögn í því að ríkið í einn stað auki aðgengi að áfengi en í annan stað stundi áróður gegn aukinni neyslu. Ef sama röksemdafærsla er flutt á önnur svið samfélagsins sést hve hún er veruleikafirrt.

Ef til dæmis leyfilegur hámarkshraði yrði hækkaður úr 80 km í 120 km veit hvert mannsbarn að slysatíðni ykist. Engu breytti þótt fé í umferðafræðslu yrði aukið; slysum myndi samt fjölga. Rökin halda ekki vatni.

Áfengi í matvörubúðir er sagt nauðsynlegt vegna þess að ríkið eigi ekki að stunda smásöluverslun eru önnur rök þigmannanna. Segir hver? Hvers vegna á ríkið að stunda rekstur á sviði heilbrigðisþjónustu en láta einkaaðila um að að auka stórlega á þann vanda sem við er að glíma - þ.e. óhóflega áfengisneyslu?

Venjur og hefðir helga hlutverk ríkisins. Við búum t.a.m. að þeirri hefð að ströng lög eru um sölu og meðferð skotvopna. Enginn kvartar undan þeim lögum. Þó er skotfimi viðurkennd íþrótt sem stælir atgervi og einbeitingu þeirra sem hana stunda. Allir vita að aukið aðgengi að skotvopnum ylli samfélaginu tjóni. Þess vegna eru lögin ströng og takmarka vopnaeign.

Áfengisneysla er hvorki íþrótt né bætir hún lýðheilsu. Áfengi er löglegt vímuefni sem ber að meðhöndla af ítrustu varkárni. Ef alþingi samþykkti áfengi í matvörubúðir væri það tilræði gegn almannahagsmunum.

 

 


mbl.is Leggja áfengisfrumvarpið fram aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkasjúkrahús er pilsfaldakapítalismi

Einkasjúkrahús er fjármagnað úr ríkissjóði sem kaupir þjónustuna og borgar eigendum sjúkrahússins arð.

Pilsfaldakapítalismi af þessu tagi, þar sem einstaklingar nota þjónustu einkafyrirtækis en ríkið borgar, er uppskrift að spillingu og mismunun.

Einkasjúkrahús eru rekin til að skapa eigendum sínum arð úr ríkissjóði. Áróður um fjölbreytni er aðeins til að slá ryki í augu fólks.


mbl.is „Ekki neitt annað en einkarekið sjúkrahús“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnulífið hafnar ESB-aðild

Bretland er á leið úr Evrópusambandinu, sem er í tilvistarkreppu. Lengi var áróðurinn hér heima að ,,atvinnulífið vildi ESB-aðild." Í reynd var aðeins hluti vinnumarkaðarins hlynntur aðild.

Rökin fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu voru alltaf veik en eru dauðvona núna.

Formleg afturköllun á dauðu ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 hlýtur að vera næst á dagskrá.


mbl.is Meirihluti nú andvígur viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband