ESB fær nýjan óvin: Trump í stað Pútín

Evrópusambandið er valdakerfi sem stendur ekki undir sér. Til að halda lífi í sambandinu reyna embættismenn í Brussel að gera forseta Bandaríkjanna að óvini sínum. Áður þjónaði Pútín Rússlandsforseti þessu hlutverki.

Þýska útgáfan Die Welt segir Evrópusambandið hafa þjónað sínu hlutverki. Rómantísk viðhorf ESB-sinna blindi sýn að harðan veruleika: ESB er í andarslitum.

Hvorki Trump né Pútín grafa undan ESB. Ábyrgðin er alfarið Evrópusambandsins, sem færðist í fang að skapa Stór-Evrópu án umboðs frá almenningi þeirra þjóðríkja sem mynda sambandið.

 


mbl.is Mega ekki falla fyrir kænskubrögðum Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er þetta ekki öfugt, að Trump hefur valið sér Þýskaland sem höfuðóvin á meginlandi Evrópu og ætlar að setja nokkurs konar refsiaðgerðir á landið með því að koma í veg fyrir innflutning þýskra bíla til Bandaríkjanna svo að hægt sé að "gera Bandaríkin mikilfengleg á ný"? 

Vísa í bloggpistil um það. 

Ómar Ragnarsson, 3.2.2017 kl. 16:08

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Veit ekki betur en að það séu þýskar bifreiðaverksmiðjur í USA og þar af leiðandi eru all flestar þýskar bifreiðar á markaði í USA framleiddar í USA, þannig að það verður ekki mikið af þessum tollum.

þá er það spurningin, hvort BMW sem er framleiddur í USA, er það USA eða þýsk framleiðsla?

Brexit var nú yfirstaðið áður en að Trump var kjörin, þannig Brussel verður að finna aðra Grýlu sem þeir geta ásakað fyrir hrun ESB og evrunnar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.2.2017 kl. 16:16

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

ESB-klíkan skelfur á beinunum. Trump er með það í hendi sér að bjóða óánægðum ESB-ríkjum tvíhliða samninga og splundra sambandinu. Vonandi er þetta upphafið að endalokum Brüsselveldisins.

Theódór Norðkvist, 3.2.2017 kl. 20:58

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Bloggpistill er svo mikið öfugmæli, - að hann hljómar fyrst eins og kaldhæðni.

ESB er auðvitað aldrei sterkara en nú.  Núna á tímum öfga-uppgangs og korteri fábjánanna.

Styrkleiki ESB skín af eðli Sambandsins sjálfs sem er jöfnuður og mannréttindi.

Þetta sjá allir sæmilega réttsýnir menn í dag.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.2.2017 kl. 23:35

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hvar fær maður svona ESB gleraugu eins og ÓBK notar...??

Greinilegt er að þau sjá til þess að þeir sem þau nota,

sjá ekki, heyri ekki né geti lesið um það ástand sem

er að gerast í Evrópu.

Engin furða að allt sé að flosna upp því greinilegt er

að elítan í Brussel notar þau líka.

Sigurður Kristján Hjaltested, 4.2.2017 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband