Miðvikudagur, 8. febrúar 2017
Samfylking: pyntingar í lagi - ekki ferðabann múslíma
Sum ríki stunda pyntingar á þegnum sínum, önnur eru risastór fangelsi, t.d. Norður-Kórea, og enn önnur stunda opinberlega villimannslegar aftökur eins og Sádí-Arabía.
Samfylkingin lætur það sér í léttu rúmi liggja þegar ríkisvaldinu er beitt á miskunnarlausan hátt víða um heim til að pynta fólk, fangelsa og taka það af lífi.
En ferðabann ríkisstjórnar Bandaríkjanna á þegna sjö múslímaríkja kallar fram fordæmingu Samfylkingar. Við vitum núna hverjir njóta pólitískrar samúðar Samfylkingar.
![]() |
Alþingi fordæmi tilskipunina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. febrúar 2017
Nýsósíalismi - öfugur Hrói höttur
Tillaga um að nota skattfé til að fjármagna auglýsingablaðamennsku Gunnars Smára á Fréttatímanum varð Sirrý Hallgrímsdóttur tilefni til bakþanka um nýsósíalisma.
Félagi Gunnars Smára í útgáfu Fréttatímans er auðmaðurinn Sigurður Gísli Pálmason.
Í Skírnisskógi forðum rændi Hrói höttur auðmenn og gaf fátækum. Nýsósíalismi tekur frá almenningi og afhendir auðmönnum. Sósíalismi án forskeytis bar fram slagorðið ,,öreigar allra landa sameinist." Slagorð nýsósíalista ,,færum auðmönnum almannafé" ber vitni lélegri endurvinnslu hugmynda.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. febrúar 2017
Hagsýn húsmóðir er lofsyrði
,,Kvennalistinn leggur til forsjálni og fyrirhyggju hinnar hagsýnu húsmóður," skrifar Sigríður H. Sveinsdóttir í grein í Dagblaðið Vísi árið 1983 undir yfirskriftinni Konur og atvinnumál.
Augljóst er að hugmyndin um hagsýna húsmóður er jákvæð og ætti að vera það. Húsmóðir er stórt orð, móðir hússins, sem synd væri að gera að hnjóðsyrði. Og hagsýni verður seint lagt nokkrum til lasts.
Þingmaðurinn sem gagnrýndi fjármálaráðherra hljóp á sig. Og óþarfi af ráðherra að biðjast afsökunar. Nema hann hafi meint eitthvað allt annað en hann sagði. Stjórnmálamenn eiga það til.
![]() |
Hinar hagsýnu húsmæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. febrúar 2017
Ofsatrú og vantrú - á sjálfum sér
Sumir hafa meiri trú á sjálfum sér en innistæða er fyrir. Aðrir vanmeta sjálfa sig og geta miklu meira en þeir halda. Þarna á milli liggur heilbrigt sjálfstraust.
Það er auðvelt að fyllast ofsatrú á sjálfum sér. Maður kaupir sér nýja peysu, birtir sjálfu á fésinu og fær fjarska mörg læk um að maður sé frábær. Eða eitthvað álíka.
En það er líka auðvelt að tapa sjálfstrausti. Ef maður á fáa vini á fésinu utan fjölskyldunnar eykur það vanmetakennd. Sömuleiðis ef fáir læka stöðufærslur manns.
Maður speglar sig í samfélagi við aðra. Hluti af ofmati eða vanmati er alltaf byggt á hvað öðrum finnst um mann sjálfan. En aðeins hluti. Stofninn að sjálfsmati einstaklings kemur frá honum sjálfum. Enda engin þekking verðmætari en sjálfsskilningur.
![]() |
Viðurkenna ekki eigin árangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. febrúar 2017
Falsfréttir og fordómar
Fréttir eru ekki aðeins frásögn af nýmælum heldur þjóna þær oft hlutverki að staðfesta fordóma, bæði þeirra sem eru uppspretta fréttanna, fréttamiðilsins og lesenda. Nýleg frétt á mbl.is er lýsandi dæmi um frétt til staðfestu á fordómum.
Andri Snær Magnason rithöfundur er með þá fordóma að við séum ,,nefnilega líka Trump" vegna þess að vinur hans fékk ekki hæli á Íslandi. Færsla Andra Snæs var uppspretta fréttar á mbl.is þar sem fréttamiðillinn gerði fordóma rithöfundarins að sínum.
Hver heilvita maður veit að við erum ekki Trump, sem er forseti Bandaríkjanna og misjafnt orð fer af, svo talað sé í diplómatísku. Markmið Andra Snæs var að ala á þeim fordómum að við séum vont samfélag vegna þess að vinur hans fær ekki hæli á Íslandi. Mbl.is breiddi út falsfréttina og reyndi þar með að stunda tilfinningalega fjárkúgun fyrir hælisleitanda.
Samfélagsmiðlar eru helsta uppspretta falsfrétta. En ,,viðurkenndir" fjölmiðlar fylgja í humátt eftir og éta upp hratið.
Fréttir voru jafna öðrum þræði skrifaðar til að staðfesta heimsmynd lesenda sinna. Maður las Þjóðviljann til að kynnast pólitísku lífsviðhorfi á meðan Morgunblaðið klappaði annan stein stjórnmálalitrófsins.
Offramboð af fréttum, sem fylgdi netlægri miðlun, braut niður gömlu fréttamiðstöðvarnar sem urðu að fóta sig í nýjum veruleika samfélagsmiðla. Og gengur misjafnlega, eins og dæmin sanna.
![]() |
Falskar fréttir fara á flug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 6. febrúar 2017
Ekki setja lög á sjómannadeilu
Ríkið á ekki að setja lög á vinnudeilu sjónmanna og útgerðar. Engir brýnir almannahagsmunir eru í húfi og því á að leyfa deiluaðilum að leysa sín mál.
Sjómannaafslátturinn á skattgreiðslum, sem vinstristjórn Jóhönnu Sig. afnam 2009, var gefinn fyrir hálfri öld þegar illa tókst að manna skipin. Sjómenn vilja núna sækja afsláttinn til útgerðarinnar sem segir nei. Þar við situr.
Sjómenn og samtök þeirra eru í færum að meta hvað útgerðin þolir í launakostnaði. Útspil sjómanna á síðasta sáttafundi, um að rannsaka söluandvirði uppsjávarfisks, gefur til kynna að ekki sé trúnaður á milli deiluaðila.
Ríkisvaldið á að gefa deiluaðilum þann tíma sem þeir þurfa til að ná samkomulagi.
![]() |
Ekki taldar líkur á fundum á næstunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 6. febrúar 2017
Morðingjar og fasistar á æðstu stöðum
Orðbragðið um æðstu valdamenn stórríkja, Bandaríkjanna og Rússlands, er orðið þannig að ætla mætti að valdhafar þar séu morðingjar og fasistar.
Píratar stimpla Bandaríkjaforseta sem fasista og enduróma erlenda umræðu. Reglulega er Pútín Rússlandsforseti sakaður um morð í fjölmiðlum.
Orðunum er beitt til að gera óþokka úr valdamönnum. En um leið hætt við að almenningur sætti sig við og geri ráð fyrir að yfirvaldið sé skipað óþokkum. Að ekki sé talað um ef þeir virðast ná árangri. Pútín er t.a.m. vinsæll heima fyrir og Trump fær blessun baklandsins sem hann treystir á.
Ef ,,fasistar" og ,,morðingjar" slá í gegn hjá stórþjóðum er eins líklegt að stjórnmálamenn smærri ríkja telji hagfellt til valda að líkja eftir meintum fasistum og morðingjum.
![]() |
Vill afsökunarbeiðni frá Fox News |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 6. febrúar 2017
Venjulegur öfgamaður
Eitthvað óvenjulegt hlýtur að hvetja venjulega menn að ráðast með sveðju á mann og annan án fyrirvara.
Tilefni sveðjumannsins við Louvre-safnið virðist trúarlegt, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.
Trúin gerir venjulegan mann að tilræðismanni. Trú sem hvetur til ofbeldisverka er óvenjuleg og eftir því hættuleg.
![]() |
Hann er bara venjulegur maður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 6. febrúar 2017
Lygi til varnar lýðræðinu
Að því marki sem teikning Der Spiegel sýnir líkindi milli Donald Trump og hryðjuverkamanns halda á afskornu höfði er myndin lygi. Ferðabann á ríkisborgara sjö múslímaríkja er ekki það sama og að skera höfuðið af einhverjum.
Ritstjóri tímaritsins segir teikninguna til varnar lýðræðinu. Sem vekur upp spurninguna hvort lygi geti varið lýðræði.
Lýðræði verður til sem valkostur við einræði eða fámennisvald. Hvorki er Trump einráður né hluti af fámennri valdaklíku. Hann er lýðræðislega kjörinn. Almennt er viðurkennt að þjóðríki ráði landamærum sínum og setji reglur um hverjum er hleypt inn fyrir þau. Allt frá 19. öld hafa Bandaríkin sett ýmsar reglur um hverjir megi koma til landsins - og jafnvel hvert Bandaríkjamenn mega fara, sbr. ferðabann á Kúbu.
Engu að síður finnst ýmsum Trump vera ógn við lýðræðið og grípa til lyga að verja það. Í huga þessa fólks hlýtur lýðræðið að vera annað en lýðræðislega kjörin stjórnvöld í þjóðríki með landamæri.
Ef landamæri eru opnuð upp á gátt og hver sem er getur farið inn og út yrði lýðræðið ekki fullkomið, eins og sumir virðast halda, heldur ábyrgðalaust. ,,Lýðurinn" ætti sér ekki samfélag með viðurkenndum stofnunum. Afleiðingin yrði stjórnleysi.
Og einmitt þangað leiðir lygin til varnar lýðræðinu: til stjórnleysis.
![]() |
Til varnar lýðræðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 5. febrúar 2017
Trump vill friðsamleg samskipti við Rússa
Í forsetatíð Obama voru samskipti Bandaríkjanna og Rússlands í anda kalda stríðsins. Trump forseti vill bæta samskiptin. Rússland er eðlilegur bandamaður í baráttunni við hryðjuverkaógn múslíma.
Afstaða Trump er byggð á raunsæi en hatursmenn Rússlands eru haldnir kaldastríðsþráhyggju. Þeir réðu ferðinni í forsetatíð Obama.
Spurningin er hvort raunsæi eða þráhyggja ráði enn ferðinni í Washington.
![]() |
Segist virða morðingjann Pútín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)