Ekki setja lög á sjómannadeilu

Ríkið á ekki að setja lög á vinnudeilu sjónmanna og útgerðar. Engir brýnir almannahagsmunir eru í húfi og því á að leyfa deiluaðilum að leysa sín mál.

Sjómannaafslátturinn á skattgreiðslum, sem vinstristjórn Jóhönnu Sig. afnam 2009, var gefinn fyrir hálfri öld þegar illa tókst að manna skipin. Sjómenn vilja núna sækja afsláttinn til útgerðarinnar sem segir nei. Þar við situr.

Sjómenn og samtök þeirra eru í færum að meta hvað útgerðin þolir í launakostnaði. Útspil sjómanna á síðasta sáttafundi, um að rannsaka söluandvirði uppsjávarfisks, gefur til kynna að ekki sé trúnaður á milli deiluaðila.

Ríkisvaldið á að gefa deiluaðilum þann tíma sem þeir þurfa til að ná samkomulagi.

 


mbl.is Ekki taldar líkur á fundum á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sá sem fer í verkfall tekur á því ábyrgð sjálfur og það getur eingin annar tekið þá ábirgð fyrir hann. 

Viðsemjandi verkfallsmanna ber líkaábyrgð, en það gengur ekki að einhverjir þrasarar fái að taka auðlindir landans sem margt fólk hefur lifibrauð af í gíslingu.

Þá er nærtækast að taka heimildirnar af þeim sem nenna ekki að nýta þær og fá þær öðrum.    

Hrólfur Þ Hraundal, 6.2.2017 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband