Morðingjar og fasistar á æðstu stöðum

Orðbragðið um æðstu valdamenn stórríkja, Bandaríkjanna og Rússlands, er orðið þannig að ætla mætti að valdhafar þar séu morðingjar og fasistar.

Píratar stimpla Bandaríkjaforseta sem fasista og enduróma erlenda umræðu. Reglulega er Pútín Rússlandsforseti sakaður um morð í fjölmiðlum. 

Orðunum er beitt til að gera óþokka úr valdamönnum. En um leið hætt við að almenningur sætti sig við og geri ráð fyrir að yfirvaldið sé skipað óþokkum. Að ekki sé talað um ef þeir virðast ná árangri. Pútín er t.a.m. vinsæll heima fyrir og Trump fær blessun baklandsins sem hann treystir á.

Ef ,,fasistar" og ,,morðingjar" slá í gegn hjá stórþjóðum er eins líklegt að stjórnmálamenn smærri ríkja telji hagfellt til valda að líkja eftir meintum fasistum og morðingjum.

 


mbl.is Vill afsökunarbeiðni frá Fox News
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sýnishorn af málflutningi Ómars Ragnarssonar:

"að saklausir menn voru dæmdir þrátt fyrir að aðferð Trumps, harðræði af grófustu gerð, hafi verið beitt við að knýja fram játningu þeirra. "

Halldór Jónsson, 6.2.2017 kl. 20:18

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Trump rétt kominn til vald og á að vera byrjaður að beita harðræði,er ekki í lagi með Ómar.

Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2017 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband