Nýsköpun stjórnmálanna

Stjórnmálin lentu í kreppu eftir hrun. Einkenni kreppunnar birtust í sterkum sveiflum á fylgi, risi og falli vinstriflokka 2009 og 2013, annars vegar og hins vegar fjölgun þingflokka - þeir eru átta núna en voru 4 - 5 alla lýðveldissöguna.

Annað einkenni eftirhrunsstjórnmála er stórar allsherjarlausnir. Sumar mistókust, ESB-umsóknin og stjórnarskrárbyltingin, á meðan aðrar lukkuðust, skuldaleiðrétting heimilanna.

Þriðja einkennið er eineltis- og útlokunarhegðun í stjórnmálum. Smámál voru blásin upp í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum til að réttlæta einelti, bankareikningur eiginkonu eins forsætisráðherra og undirskrift föður annars.

Nýsköpun stjórnmálanna felst í því að gera þau um það bil eðlileg á ný.


mbl.is „Þungur hugur í mörgum þingmönnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Logi: slæmt að vinstrikona verði forsætisráðherra

Formaður Samfylkingar telur vont að vinstrikonan Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra í stöðugleikastjórn sem brúar bilið frá vinstri til hægri.

Logi Már kýs fremur veika margflokkastjórn, annað hvort með slagsíðu til hægri eða vinstri.

Logi Már og Samfylkingin eru öfgaöflin í pólitíkinni.


mbl.is Þeirra hugmyndir greinilega nær mínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunsæi í stað hávaða

Ef tekst að mynda stöðuga ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er von til þess að hávaðapólitík síðustu ára með tilheyrandi sporðaköstum verði liðin tíð.

Stjórnmálaflokkarnir sem ganga til verka eru sjóaðir og vita hvað þarf til að skapa vinnufrið um góð málefni.

Þótt ekki sé sopið kálið má ætla að samtöl formannanna þriggja undanfarna daga hafi lagt drög að stjórnarsáttmála. 


mbl.is Ekki gott veganesti inn í viðræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsstjórn er verkefni, ekki hugsjón

Pólitíkin rann sitt skeið í bili að morgni kosningadags í lok október. Í nokkrar vikur sannfærðu tíu stjórnmálaflokkar kjósendur um ágæti sitt og hlutu dóm aðfararnótt 29. október.

Eftir kosningar er verkefni stjórnmálaflokka, þeirra sem fengu þingsæti, að setja saman ríkisstjórn sem endurspeglar best dóm kjósenda. Það er kallað lýðræði.

Sumir vilja halda pólitíkinni áfram og keppast við að halda á lofti einhverju öðru en niðurstöðum kosninganna.

Hugsjónir, hvort heldur til hægri eða vinstri, glepja sumum sýn á frumskyldu þingmanna, sem er að mynda trúverðuga ríkisstjórn í samræmi við dóm kjósenda. Hugsjónir standa ekki ofar lýðræðinu.


mbl.is Lá fyrir að staðan yrði snúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking fjarstýrir ekki Vinstri grænum

Þingflokkur Vinstri grænna stendur frammi fyrir sögulegri ákvörðun, um það hvort hefja skuli stjórnarviðræður við Sjálfstæðisflokk, og vill vanda sig. Þingflokkinn skipa að stórum hluta sögulega meðvitað fólk sem áttar sig á að valið stendur á milli kaflaskila í íslenskum stjórnmálum annars vegar og hins vegar afturhvarf til tilgangslauss skotgrafarhernaðar.

Við þessar aðstæður er betra að halda frekar fleiri fundi en færri. Björt framtíð, ekki sé blessuð minning hennar, væri lifandi í dag ef næturfundinum fræga hefði verið frestað fram að dagsbirtu.

Í grófum dráttum standa Vinstri grænir frammi fyrir tveim valkostum. Í fyrsta lagi að ganga til samninga við Sjálfstæðisflokk og Framsókn um myndun lífvænlegrar ríkisstjórnar, sem tekur við þjóðarbúinu í góðu standi. Slík stjórn er í færum að efna til sáttar um stórmál samtímans, bæði efnahagsleg og félagsleg en ekki síst menningarleg þar sem sjálfsvitund þjóðarinnar er undir.

Í öðru lagi að segja sig frá þriggja flokka stjórn og horfa upp á myndun 4-6 flokka meirihluta, með eða án Vinstri grænna, sem veit á óeiningu og sundurlyndi í þjóðfélaginu.

Samfylkingin er höfuðból sundrungaraflanna. Sá flokkur er höfundur mesta vandræðamáls seinni tíma stjórnmálasögu þjóðarinnar, umsóknarinnar um ESB-aðild Íslands. Eiginlega er óhugsandi að Vinstri grænir taki þann kost að verða leiguliðar Samfylkingar og framlengja ófriðinn í samfélaginu.

Friður og farsæld er í boði. En skotgrafir eftirhrunsins standa einnig opnar. Valið er Vinstri grænna.

 


mbl.is Óvissa um viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Logi skiptir út konum eins og sokkum

Samfylkingar-Logi bauð Þorgerði Katrínu Viðreisnarformanni í vinstrabandalag, sem sú hafnfirska þáði. Þrem dögum síðar er ástarbrandurinn kominn með Ingu Sæland upp á arminn til að búa til vinstristjórn án Tobbu Kötu.

Drottning vinstrimanna, Katrín Jakobsdóttir, hlýtur að fylgjast með tilburðum Ástar-Loga með nokkurri furðu.

Framkoma Loga gagnvart konum er sú sama og hann sýndi barnaskólakennara á Akureyri fyrir nokkrum misserum. Logi lítur á fólk sem verkfæri til að þjóna lunderni sínu.


mbl.is Flokkur fólksins til í vinstristjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV sniðgengur Svavar, Hjörleif en hampar Össuri

Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson starfa innan Vinstri grænna og ættu að vera heimildarmenn um pólitískt landslag þar á bæ. Össur Skarphéðinsson fyrrum formaður Samfylkingar nýtur einskins trúnaðar innan Vinstri grænna.

Auðvitað segir RÚV ekkert frá sjónarmiðum Svavars og Hjörleifs. En RÚV gerir Össur Skarphéðinsson að helsta stjórnmálaskýrenda um Vinstri græna.

RÚV er einfaldlega ekki viðbjargandi.


mbl.is Svavar hvetur Katrínu til dáða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Paradísarmissir, vinstrimenn og alheimsríkið

Leyniskjöl kennd við Paradís um aflandsreikninga alþjóðlegra auðmanna vöktu ekki viðlíka viðbrögð og Panama-skjölin fyrir hálfu öðru ári. Í Guardian harmar Micah White þverrandi byltingarmóð gegn auðmönnum.

White er einn af stofnendum aðgerðahreyfingarinnar Occupy Wall Street. Hann segir fyrri stóru byltingar sögunnar, franska byltingin 1789 og sú rússneska fyrir 100 árum, ekki geta verið fyrirmynd róttæklinga samtímans.

Við þurfum að stofna alheimsríki og saksækja auðmenn sem skjóta undan skatti fyrir glæpi gegn mannkyninu, segir White. ,,... founding a planetary legal regime, an international criminal court that ruthlessly prosecutes tax evasion as a crime against humanity."

Sumir telja að Evrópusambandið gæti orðið fyrirmynd að alheimsríkinu. ESB stefnir að miðstýrðu skattakerfi, með ríkisstjórn og hervaldi. Þetta er vitanlega uppskrift að alræðisríki.

Vinstrimenn eru hallir undir alheimsríkið. Allt frá dögum Karls Marx (öreigar allra landa sameinist) klappa vinstrimenn þann stein að yfirþjóðlegt vald sé allra meina bót. Þrátt fyrir fullkomlega misheppnaðar tilraunir, t.d. kommúnisminn í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu, hneigjast vinstrimenn enn til alræðishyggju.

Alheimsríkið þarf alþjóðlega hugmyndafræði. Eina alþjóðlega hugmyndafræðin sem er í boði nú til dags er kennd við manngerða loftslagsvá. Vinstrimenn eru sérlega ginnkeyptir fyrir hugmyndinni að athafnir mannsins valdi breytingum á loftslagi enda meintur vandi ekki leystur nema með yfirþjóðlegu valdi. Þeir líta framhjá þekktum staðreyndum, s.s. að litla ísöld frá um 1300 til 1900, var ekki manngerð heldur stafaði af náttúrulegum loftslagsbreytingum.

Löngun vinstrimanna til að smíða fullkominn heim er iðulega klædd fögrum hugsjónum en endar alltaf með manngerðum hörmungum.


Viðreisn verður vinstriflokkur

Viðreisn tilkynnti á sameiginlegum fundi með Samfylkingu og Pírötum að flokkurinn væri orðinn hluti af bandalagi vinstriflokka.

Viðreisn er þar með vinstrivalkostur við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks.

Kortéri fyrir kosningar skipti Viðreisn um formann; kortéri eftir kosningar er flokkurinn orðinn vinstriflokkur. Kjósendur Viðreisnar hljóta að bíða spenntir eftir næsta pólitíska heljarstökki smáflokksins.


mbl.is Þrír flokkar stilltu saman strengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV reynir að eyðileggja

Fyrsta frétt RÚV í hádeginu var um að ,,sumir" Vinstri grænir vildu ekki að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins yrði ráðherra í þriggja flokka ríkisstjórn þessara flokka ásamt Framsókn.

Í netútgáfu fréttarinnar er ekki getið um þetta skringilega sjónarmið en þess meira gert úr því í útvarpsfréttinni.

Þessi tilraun RÚV til að hafa áhrif á viðræður um stjórnarmyndun er allt þrennt; ófagleg, pólitísk og óboðleg.


mbl.is „Hennar er valið, til hægri eða vinstri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband