Samfylking fjarstýrir ekki Vinstri grænum

Þingflokkur Vinstri grænna stendur frammi fyrir sögulegri ákvörðun, um það hvort hefja skuli stjórnarviðræður við Sjálfstæðisflokk, og vill vanda sig. Þingflokkinn skipa að stórum hluta sögulega meðvitað fólk sem áttar sig á að valið stendur á milli kaflaskila í íslenskum stjórnmálum annars vegar og hins vegar afturhvarf til tilgangslauss skotgrafarhernaðar.

Við þessar aðstæður er betra að halda frekar fleiri fundi en færri. Björt framtíð, ekki sé blessuð minning hennar, væri lifandi í dag ef næturfundinum fræga hefði verið frestað fram að dagsbirtu.

Í grófum dráttum standa Vinstri grænir frammi fyrir tveim valkostum. Í fyrsta lagi að ganga til samninga við Sjálfstæðisflokk og Framsókn um myndun lífvænlegrar ríkisstjórnar, sem tekur við þjóðarbúinu í góðu standi. Slík stjórn er í færum að efna til sáttar um stórmál samtímans, bæði efnahagsleg og félagsleg en ekki síst menningarleg þar sem sjálfsvitund þjóðarinnar er undir.

Í öðru lagi að segja sig frá þriggja flokka stjórn og horfa upp á myndun 4-6 flokka meirihluta, með eða án Vinstri grænna, sem veit á óeiningu og sundurlyndi í þjóðfélaginu.

Samfylkingin er höfuðból sundrungaraflanna. Sá flokkur er höfundur mesta vandræðamáls seinni tíma stjórnmálasögu þjóðarinnar, umsóknarinnar um ESB-aðild Íslands. Eiginlega er óhugsandi að Vinstri grænir taki þann kost að verða leiguliðar Samfylkingar og framlengja ófriðinn í samfélaginu.

Friður og farsæld er í boði. En skotgrafir eftirhrunsins standa einnig opnar. Valið er Vinstri grænna.

 


mbl.is Óvissa um viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ef við ætlum að hætta skotgrafahernaði þá hlýtur það að eiga við miðflokkinn líka en við getum ekki útilokað hann. Sigmundur er ekki einn sem tilheyrir honum heldur þúsundir íslendinga. Sigmundur hefir ekki skaðað neinn svo ég viti. Hann er með hugmyndir sem aðrir vilja eigna sér að er eitt sem er víst. 

Valdimar Samúelsson, 13.11.2017 kl. 10:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rétt er það Valdemar en "Höfuðból sundrungaraflanna" það rímar við lágu raddir okkar andspyrnuhreyfingar síðastliðinn uþb.10,ár.

Helga Kristjánsdóttir, 13.11.2017 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband