Elítur og hjarðhegðun umræðustjóra

Sigur Trump í Bandaríkjunum og Brexit-kosningarnar í Bretlandi eru án ef ósigur valdaelítunnar í viðkomandi ríkjum. Til skamms tíma stjórnuðu valdaelíturnar umræðunni í gegnum fjölmiðla.

Með netbyltingunni valdeflist almenningur og umræðan verður frjálsari en jafnframt ábyrgðalausari. Óli Björn Kárason þingmaður skrifar grein í Morgunblaðið um umræðustjóra og Eyjan gerir útdrátt.

Umræðustjóri getur hver sem er orðið, hvort heldur á fésbók eða bloggi, í þeim skilningi er að allir geta stofnað fjölmiðil án tilkostnaðar.

En það er annað einkenni á nýmiðlunni, en fjöldi þeirra sem taka þátt, sem er ástæða til að vekja máls á. Það einkenni lýtur að hjarðhegðun umræðustjóranna. Á hverjum tíma virðist þó nokkur hluti þeirra vera í leit að máli til að brjálast yfir.

Brjálæðið, sem stundum gagntekur umræðuna, er hrein og klár múgsefjun þar sem dómgreindin er lokuð inni og móðursýki tekur völdin. Þessi múgsefjun er ekki sjálfssprottin heldur afurð umræðustjóranna.

Ef fram heldur sem horfir verður horft um öxl með söknuði eftir valdaelítum.

 

 


Drengjafyrirlitning er komin í tísku

Drengir eru heimskir fótboltastrákar sem nenna ekki að mennta sig, eru skilaboðin sem lesa má úr orðum framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Tilefnið er hagtölur sem sýna að 46 prósent kvenna á aldursbilinu 25 til 64 ára er með háskólamenntun en aðeins rúm 30 prósent karla á þessum aldri býr að háskólanámi.

Hagtölur sýna að drengir falla frekar úr námi en stúlkur og þeir sækja síður háskólanám. Líkleg skýring á þessari þróun er breyting á skólastarfi síðustu áratugi. Þáverandi varavinnuafl heimilanna, konur, yfirtók meira og minna grunnskólann og kvenvæddi starfið.

Með því að drengir höfðu konur sem fulltrúa menntunar, þ.e. kennara, fyrir augum sér sendi samfélagið þeim þau skilaboð að menntun væri kvennaheimur. Ráðstafanir til að bæta grunnþætti menntunar, t.d. lestur, eru gerðar á forsendum kvenna.

Þannig er lestrarátak kallað ,,yndislestur" en það er kvenlægt hugtak. Að bjóða dreng upp á ,,yndislestur" er eins og gefa stúlku bleika járnbrautalest að leika sér með. Hvorttveggja er óekta.

Menntunarskortur karla vex hröðum skrefum í hlutfalli við menntun kvenna. Drengjafyrirlitningin um heimska fótboltastráka er komin í tísku enda styðst hún við áþreifanlegar breytingar í samfélaginu.

 

 


Hlýnun jarðar, trúarbrögð og vísindi

Hlýnun jarðar er orðin að trúarbrögðum hjá heimsendaspámönnum sem telja lífi á jörðinni ógnað. RÚV, auðvitað, kynnti sjónarmið þessara trúarbragða. Móteitur við heimsendaspámennsku er hægt að fá hjá vísindamönnum, sem vita hvað þeir tala um.

Trausti Jónsson veðurfræðingur er höfundur yfirlitsgreinar um veðurfarsbreytingar á Íslandi frá landnámi til 1800. Í greininni kemur fram að verulegar hitasveiflur voru áður en maðurinn átti nokkra möguleika til áhrifa á loftslag.

Trausti ræðir m.a. ,,litlu ísöldina" frá síðmiðöldum til um 1900 þegar kólnaði á norðurhveli jarðar. Lífshættir okkar breyttust vegna kuldans. Við flúðum úr rúmgóðum skálum í baðstofukytrur og bjuggum við verri lífskjör en áður. Byggð norrænna manna á Grænlandi eyddist snemma á tímabilinu.

Maðurinn og athafnir hans bera enga ábyrgð á litlu ísöldinni. Það segir okkur að án atbeina mannsins getur loftslag breyst, hlýnað eða kólnað.

Það er sjálfsagt að sýna fulla varkárni í umgengni við náttúruna og stuðla að umhverfisvænum lífsháttum. En varlegt er að trúa heimsendaspámönnum og láta þá stjórna ferðinni. Ekki í þessum málum fremur en öðrum.


Ísland hættir í EES - fordæmi Breta


mbl.is Verða utan innri markaðar ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þref á þingi og þjóðardeilur

Á hverjum tíma þjarkar stjórnarandstaðan við ríkisstjórnarmeirihlutann á alþingi um stór mál og smá. Fæst mál vekja athygli utan þingheims. En nuddið á þingi er aðferð stjórnarandstöðunnar til að halda sér í formi og vera í æfingu þegar þjóðardeilur komast á dagskrá.

Þjóðardeilur í seinni tíð eru reiðibylgja sem tekst að magna upp í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stjórnarandstaðan kyndir undir og reynir með öllum ráðum að veikja ríkisstjórnina.

Þjóðardeilur snúast stundum um meginmál, hvort eigi að virkja eða ganga í ESB. Oftar en ekki eru þjóðardeilur þó tittlingaskítur, til dæmis um tímasetningu á útgáfu skýrslna.

Léttvægar þjóðardeilur á alþingi eru til þess fallnar að gera þingstörf ómerkileg í augum þjóðarinnar. Stjórnarandstaðan mætti festa það sér í minni að ekki er betra veifa röngu tré en öngvu.


mbl.is Funda um formenn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB finnur nýjan óvin í Trump, Pútín kominn í frí

Pútín Rússlandsforseti er kominn í frí sem helsti óvinur Evrópusambandsins. Í hans stað er Donald Trump Bandaríkjaforseti orðinn andstæðingur númer eitt. Leiðandi fjölmiðar í stórum ESB-ríkjum, t.d. Spiegel í Þýskalandi, segja herfræði Trump að deila og drottna.

Trump kyndir undir andúð Breta á ESB, etur öðrum ESB-ríkjum gegn Þjóðverjum, hægriflokkum á móti ráðandi stjórnmálaöflum í sambandinu og þýsku þjóðinni gegn Merkel kanslara.

Markmið Trump, segir Spiegel, er að sigra Evrópusambandið í viðskiptastríði þar sem hagsmunir stórfyrirtækja í Bandaríkjunum og Evrópu eru í húfi.

Svar ESB-ríkja er að hvetja til ,,evrópskrar samheldni" sem er orðalag fyrir sterkara Evrópusamband.

Á íslensku er sagt óráðlegt að skipta um hest í miðri á. Að skipta um óvin í miðri orrahríð um tilvist ríkjasambands er heldur síðra.


mbl.is Samheldni Evrópubúa besta svarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ójöfnuður er ekki vandamál á Íslandi

Launa- og kynjajafnrétti á Íslandi er með því besta sem gerist á byggðu bóli. Jafn aðgangur er að menntun og heilsugæslu. Hér er sama og ekkert atvinnuleysi.

Ójöfnuður er ekki vandamál á Íslandi. Á hinn bóginn eru all nokkrir sem ekki kunna fótum sínum forráð í fjármálum, eyða meiru en þeir afla eða taka áhættu sem kemur þeim í koll. Einstaklingar með þannig bakgrunn hrópa iðulega á götum og torgum um óréttlátt samfélag.

Frelsi til að taka ákvarðanir um fjármál fylgir ábyrgð. Það hefur ekkert með ójöfnuð að gera þegar óreiðufólk kemst á vonarvöl. 


mbl.is Meiri jöfnuður en í Danmörku og Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump frelsar Breta frá ESB

Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, rétt skref fyrir þjóð sem vill halda í sjálfsvitund sína. Jafnframt lofar hann Bretum viðskiptasamningi við Bandaríkin.

Sitjandi forseti Bandaríkjanna vildi að Bretar héldu áfram samstarfinu innan Evrópusambandsins og hótaði þeim að gera ekki hagfelldan viðskiptasamning, kysu þeir útgöngu.

Bretar samþykktu Brexit í þjóðaratvæði sl. sumar. Útfærslan á Brexit er háð óvissu. Evrópusambandið gerir viðskiptasamninga fyrir hönd aðildarríkja og Bretar verða að byrja þar frá grunni. Útspil Trump mun auðvelda Bretum útgöngu.

Skiljanlega eru stjórnmálamenn Evrópusambandsins með böggum hildar. Trump ætlar ekki að fjármagna Nató, sem í reynd er hernaðararmur ESB, og svo ætlar hann í ofanálag að liðka fyrir úrsögn Breta úr ESB.


mbl.is Hafa áhyggjur af ummælum Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump rífur niður heimsmynd kalda stríðsins

Nató er stofnun kalda stríðsins. Eftir fall Sovétríkjanna fyrir 25 árum var Nató tilgangslaus stofnun. Til að halda lífi í hernaðarbandalaginu fékk það hlutverk að vera hernaðararmur útþenslu Evrópusambandsins í Austur-Evrópu annars vegar og hins vegar varð Nató verkfæri vestrænna ríkja í hernaðarátökum í miðausturlöndum.

Bæði Evrópusambandið og Nató þurfa á óvinaímynd að halda til að þétta raðirnar. Rússland og Pútín forseti þjóna þessu hlutverki. Hvergi er til sparað að gera Rússland og Pútin að hættulegum óvini sem sitji um lífshagsmuni Vestur-Evrópu. Óvinaímyndin er byggð á áróðri.

Bandaríkin fjármagna Nató að stærstum hluta. Donald Trump kynnti í kosningabaráttunni þá stefnu að bæta samskiptin við Rússland og draga úr framlögum til Nató. Um leið og hann rífur niður heimsmynd kalda stríðsins skilur hann tvær stofnanir þess tímabils eftir á berangri: Nató og Evrópusambandið. 


mbl.is Segir að NATO sé úrelt stofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama: misheppnaður eða merkilegur forseti?

Í BBC fær Obama þá umsögn að ferill hans sé misheppnaður í alþjóðstjórnmálum. Ítarlegur ritdómur í New Republic, þekktu málgagni frjálslyndra, tekur forsetatíð Obama sem dæmi um mistök heillar kynslóðar. Obama er frjálslyndur raunsæismaður án tengsla við veruleikann.

Grimmdin gagnvart Obama stafar af sigurvegara kosninganna í nóvember. Donald Trump, segja gagnrýnendur, myndi ekki hafa sigrað ef Obama hefði staðið sig í stykkinu.

Ef Donald Trump reynist illa sem forseti mun Obama fá betri umsögn. Í stjórnmálum eru menn misheppnaðir eða merkilegir í samanburði.


mbl.is Fyrstu skrefin í afnámi Obamacare
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband