Ögmundur, Trump og þjóðlegt lýðræði

Trump talaði fyrir bandarískum launþegum í kosningabaráttunni allt síðasta ár. Ögmundur Jónasson er vinstrimaður af gamla skólanum; tortryggin í garð gráðugra kapítalista og yfirþjóðlegs valds. Alveg eins og Trump.

Ögmundur og Trump eru fulltrúar sjónarmiða í sókn beggja vegna Atlantshafsins. Þeir bera fram þá kröfu að markaðsöflin leiki ekki lausum hala á kostnað launþega. Að lýðræði þjóða sé meira vert en alþjóðahyggja. Og að opin landamæri séu tálsýn.

Þjóðlegt lýðræði sameinar vinstri og hægri. Eins og sést á Trump og Ögmundi.


mbl.is „Við þurfum öll að vakna!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump drepur alþjóðahyggjuna

Alþjóðahyggju er, með réttu eða röngu, þökkuð að við búum í friðsamari heimi en lengst af í sögunni. Nýr Bandaríkjaforseti fékk embætti sitt út á harða gagnrýni á alþjóðahyggjuna.

Alþjóðahyggja er ráðandi í alþjóðapólitík frá seinna stríði og allsráðandi síðasta aldarfjórðunginn, eftir að kalda stríðinu lauk.

Ef Bandaríkin verða sterk á ný, eins og Trump boðar, verður aukinn styrkur þeirra á kostnað annarra ríkja og ríkjasambanda. Alþjóðahyggjunni var stefnt gegn þeirri hugsun að styrkur eins ríkis væri veikleiki annars. En sú hugsun er áberandi í samskiptum þjóða allt frá fimmtu öld fyrir Krist þegar Aþena og Sparta deildu um forystu í gríska menningarheiminum.

Evrópusambandið, Rússland og Kína eru meðal þeirra ríkja sem veikjast verði sterkari Bandaríkin að veruleika á forsendum einangrunarhyggju. Viðsjálir tímar eru framundan. 


mbl.is Hyggst sameina Bandaríkjamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falsfréttamaður játar

Stjórnmál eru ýkjur, hálfsannleikur og lygar. Falsfréttir eru aðeins eðlilegt framhald af hversdagslegri stjórnmálaumræðu, segir maðurinn sem bjó til fréttina um að Hillary Clinton væri staðin að kosningasvindli.

Falsfréttamaðurinn Cameron Harris, 23 ára nýútskrifaður úr háskóla með próf í stjórnmálafræði, settist niður við eldhúsborðið heima hjá og keypti fyrir 5 dollara netlén. Hann skrifaði frétt um að fundist hefðu þúsundir atkvæðaseðla merktir Clinton í vöruhúsi í Ohio. Harris skáldaði upp nafni heimildamanns og fann ljósmyndir af kjörkössum á netinu. Þegar fréttin var tilbúin birtist hún á falsfréttamiðli Harris fimm vikum fyrir forsetakosningarnar í nóvember.

Til að auka útbreiðsluna bjó Harris til nokkrar falsaðar Facebook-síður og endurbirti falsfréttina. Það tók Harris 15 mínútur að semja fréttina. Innan skamms var hann kominn með fimm þúsund dollara í auglýsingatekjur enda voru þeir margir sem trúðu fréttinni og endurbirtu á samfélagsmiðlum. Auglýsingatekjur á netmiðlum ráðast af útbreiðslu.

Embættismenn í Ohio hófu rannsókn á kosningasvindlinu en það gerði ekki annað en að auka á trúverðugleika falsfréttarinnar.

Cameron Harris segist hafa búið til falsfréttir, bæði um kosningasvindlið og aðrar, til að fá tekjur. Hann hyggst stofna pólitíska ráðgjafaþjónustu í kringum sérfræðiþekkinguna sem hann býr yfir.


Bloggfærslur 20. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband