Birgitta skilur ekki þingræði

Þingræði felur í sér að meirihluti alþingis styðji framkvæmdavaldið. Meirihluti þingsins hlýtur að skipa nefndarformenn sem tilbúnir eru til að axla ábyrgð á því að þingstörf gangi fram með eðililegum hætti.

Stjórnarandstaða sem féllist á meginreglur þingræðisins gæti ef til vill fengið formennsku í nefndum í umboði stjórnarmeirihlutans.

En stjórnarandstaðan skilur ekki þingræðið. Birgitta Jónsdóttir fer fremst meðal jafninga í skilningsleysi.


mbl.is „Stórfurðuleg vinnubrögð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit rífur Ísland frá ESB

Fyrsti þjóðhöfðinginn sem heimsækir nýkjörinn Bandaríkjaforseta er Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. May boðar nýtt bandalag þjóðanna tveggja á alþjóðavettvangi.

Bandaríkin og Bretland eru stórþjóðir sem ramma inn Ísland á Norður-Atlantshafi. Lengra í austri er Evrópusambandið að liðast í sundur.

Ásetningur Bandaríkjanna og Bretlands um nána samvinnu á alþjóðavettvangi gerir pælingar um ESB-aðild Íslands, sem fyrir voru langsóttar, að algjörri fásinnu.

Í nærumhverfi okkar eigum við að rækta samvinnu við Grænland, Færeyjar og Noreg. Næsta skref er að finna okkur stað í umhverfi sem tekur mið af bandalagi Bandaríkjanna og Bretlands. Brussel-leiðangur undir þessum kringumstæðum er óhugsandi.


mbl.is Óttast að Evrópusambandið liðist í sundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trausti jarðar RÚV-hlýnun

RÚV boðar ragnarök vegna hlýnunar jarðar. Pólitískar, efnahagslegar og félagslegar hamfarir munu ríða yfir segir í frétt RÚV. Fréttamaður fær sér fótabað í ísköldum sjónum og lætur eins og hann sé á suðrænni sólarströnd en ekki á flotbryggju við Ísland í janúar.

Í inngangi fréttarinnar segir: ,,Hitastig á Íslandi hefur hækkað um þrjár og hálfa gráðu á síðustu hundrað árum, sem er tvöfalt meira en annars staðar í heiminum." Til að auka dramatíkina bætir fréttamaður við að sjórinn við Ísland hafi hlýnað um fimm gráður á 20 árum.

Trausti Jónsson veðurfræðingur gerir fréttina að umtalsefni. Hann bendir á að hægt er að leika sér með tölur og fá ólíka niðurstöðu. En slíkir talnaleikir séu markleysa - ,,eru einskis virði."

Um fótabað fréttamanns RÚV í sjónum sem hlýnaði um fimm gráður á 20 árum segir Trausti: ,,Að vera að reikna leitni [þ.e. hlýnun] fyrir styttri tíma en 30 ár er reyndar alveg glórulaust."

Markmið RÚV kemur fram í lok fréttarinnar. Ef við aukum ekki ,,skilning" okkar á hlýnun jarðar er tvísýnt hvort mannkynið lifi af. Frétt RÚV er falsfrétt með sérvöldum staðreyndum til að þjóna hræðsluáróðri.


Bloggfærslur 26. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband