Kristnir fagna frelsun Aleppo undan múslímum

Kristnir söfnuðir í Aleppo, og þeir eru nokkrir, fagna frelsun Aleppo og þakka Assad forseta trúfrelsið, segir í Economist. Assad er veraldlegur harðstjóri sem leyfir ólík trúarbrögð.

Súnní-múslímarnir sem stjórnuðu lengi austurhluta Aleppo eru líkt og trúbræður þeirra í Sádí-Arabíu á því að leyfa aðeins eina sanna trú - þeirra eigin.

Bandaríkjamenn höfðu forystu um að steypa Assad af stóli. Afleiðingarnar hefðu orðið þær sömu og í Írak eftir fall Saddam Hussein 2003. Ormagryfja opnaðist og margir hópar tóku til við að stríða innbyrðis um völd og áhrif. Stundum er skynsamlegra að staðaryfirvöld haldi ormagryfjunni lokaðri. Jafnvel þótt yfirvöldin standist ekki vestrænar kröfur um lýðræðislega stjórnarháttu.


mbl.is Nauðsynlegt að sprengja Aleppo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súr vínber Vinstri grænna

Vinstri grænir áttu þess kost að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. En þingflokkur Vg var sjálfum sér sundurþykkur og bjó ekki að siðferðisþreki til landsstjórnar.

Í stað þess að horfast í augu við eigin mistök freista Vinstri grænir þess að vekja reiðibylgju vegna skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Ekkert í skýrslunni er nefnt sem rök fyrir reiðibylgjunni - aðeins tímasetning á útgáfu hennar.

Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna er gefin fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar. Ásakanir um brot fjármálaráðherra á siðareglum ber að skoða í því ljósi að þrúgurnar í stjórnarráðinu eru súrar, éti maður ekki af þeim sjálfur.


mbl.is Telur Bjarna hafa brotið siðareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðji í þjóðarsorg RÚV - Birgitta tapaði reiðibylgjunni

Þriðji dagur í þjóðarsorg RÚV vegna glataðs tækifæris til reiðibylgju byrjaði með því að gamall RÚV-ari, Óðinn Jónsson, kallaði til vitni sem ásakaði fjármálaráðherra um ósannsögli. Í beinu framhaldi kom önnur frétt sem heggur í sama knérunn.

Birgitta Jónsdóttir pírati segist sitja uppi með stórtap vegna glataðrar reiðibylgju RÚV í samfélaginu. Í samráði við RÚV bjuggu Píratar til ríkisstjórn fyrir kosningar. Reiðibylgja í samfélaginu í október hefði skilað Píratastjórn til valda.

Reiðibylgjan sem ekki varð, og umræðan um hana, er dæmi um hneykslunarstjórnmál sem ekki eru í neinum tengslum við veruleikann. Samkvæmt gildandi reglum um gjaldeyrisviðskipti getur fjögurra manna fjölskylda árlega keypt gjaldeyri fyrir 24 milljónir króna. Þessa peninga má flytja til aflandsfélaga - eða geyma undir koddanum. Allir Íslendingar geta orðið aflendingar í fjármálum. 

 


mbl.is „Hefði breytt umræðunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB er aflandsfélag

Evrópusambandið er aflandsfélag sem leyfir skattaundanskot. Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, var bæði forsætis- og fjármálaráðherra Lúxemborgar, sem er helsta skattaparadís ESB.

ESB-sinnar á Íslandi eru mikið til þeir sömu og telja dauðasynd að Íslendingar eigi peninga í útlöndum. Þessi hópur fólks vill bæði í senn að Íslendingar búi við átthagafjötra i fjármálum en jafnframt að Ísland gangi inn í samband sem er eitt stórt aflandsfélag.

Mótsögnin í málflutningi ESB-sinna verður til sýnis næstu daga þegar umræðan um aðild Íslands að ESB fellur saman við umræðuna um eignir Íslendinga í aflandsfélögum.


mbl.is Evrópumálin sett á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband