Obama: misheppnaður eða merkilegur forseti?

Í BBC fær Obama þá umsögn að ferill hans sé misheppnaður í alþjóðstjórnmálum. Ítarlegur ritdómur í New Republic, þekktu málgagni frjálslyndra, tekur forsetatíð Obama sem dæmi um mistök heillar kynslóðar. Obama er frjálslyndur raunsæismaður án tengsla við veruleikann.

Grimmdin gagnvart Obama stafar af sigurvegara kosninganna í nóvember. Donald Trump, segja gagnrýnendur, myndi ekki hafa sigrað ef Obama hefði staðið sig í stykkinu.

Ef Donald Trump reynist illa sem forseti mun Obama fá betri umsögn. Í stjórnmálum eru menn misheppnaðir eða merkilegir í samanburði.


mbl.is Fyrstu skrefin í afnámi Obamacare
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitler, helförin og afneitunin

Ný bíómynd, Denial, fjallar um fræg réttarhöld um aldamótin þar sem breski sagnfræðingurinn David Irving tapaði máli gegn Deborah Lipstadt. Hún hafði ásakað Irving um að vera helfarar-afneitara.

Helfarar-afneitari er viðsjált hugtak. Þröng merking þess felur í sér að afneita verksmiðjumorðum á mörgum milljónum, að skipun Hitlers, í Auschwitz. Víðari merking hugtaksins er að helfarar-afneitari hafnar þeirri sögulegu staðreynd að Þjóðverjar skipulögðu fjöldamorð á gyðingum í seinni heimsstyrjöld.

David Irving er helfarar-afneitari í fyrri merkingunni en um hann er talað eins og hann afneiti með öllu skipulögðum morðum nasista á gyðingum.

Irving tapaði Lipstadt-málinu, eigum sínum og orðstír sem sagnfræðingur. En samkvæmt Guardian fær Irving uppreisn æru í netheimum. Hann býr vel í Skotlandi og keyrir á Rolls Royce.

Irving selur bækur í bílförmum og er eftirsóttur fyrirlesari. Hann auglýsir fundarlaun upp á þúsund pund fyrir þann sem getur reitt fram sönnun um að Hitler hafi fyrirskipað fjöldamorð á gyðingum. Enginn hefur gefið sig fram. Eins og nærri má geta er Irving ekki sáttur við hvernig hann er kynntur til sögunnar í Denial.

Irving hafnar verksmiðjumorðum í Auschwitz. En hann hafnar ekki skipulögðum fjöldamorðum nasista á gyðingum í seinni heimsstyrjöld. Í einum af fjölmörgum fyrirlestrum á Youtube talar hann ítarlega um skipulögð fjöldamorð á gyðingum. Hann býður skoðanaferðir á vettvang fjöldamorðanna í Póllandi, þ.e. Treblinka, Sobibor, Belzec og Majdanek. Á þessum slóðum voru tvær til þrjár milljónir gyðinga drepnar með köldu blóði. Lík þeirra eru í fjöldagröfum.

Irving er sérstaklega hataður fyrir að bera blak af Hitler. Irving segir engar sannanir fyrir aðild Hitlers að fjöldamorðum. Irving telur að Heinrich Himmler sé meginhöfundurinn að fjöldamorðunum.

Án höfuðpaurs eins og Hitler verður helförin ekki lengur djöfullegt samsæri myrkrahöfðingjans, einstætt í sögunni. En maður verður ekki afneitari sögulegra staðreynda þótt maður telji Hitler eins og hvern annan þýskan stjórnmálamann. Sagnfræðingurinn AJP Taylor sagði fyrir meira en hálfri öld að Hitler, og hegðun hans, væri ekki geðveiki eða illskan uppmáluð, heldur afhafnir þýsks stjórnmálamanns í hefðbundinni pólitík og stríðsrekstri.

Sagnfræði er alltaf smituð af pólitík. Við verðum að búa við þá staðreynd.


Trump-Pútín fundur í Reykjavík og ímyndaður veruleiki

Bæði Pútín og þó sérstaklega Trump þurfa söguleg augnablik til að sýnast ráðamenn í æðra veldi. En ekki lélegur arfberi stóru Sovétríkjanna annars vegar og hins vegar götustrákur frá New York sem varð forseti út á lygar í samfélagsmiðlum.

Með stórveldafundi í Reykjavík fetuðu félagarnir í fótspor Ronald Reagan og Gorbatsjov, síðustu leiðtoga í tvískiptum heimi, sem funduðu hér 1986.

Fantasíur löghelga völd. Toppfundur í Reykjavík gagnaðist þeim báðum, Pútín og Trump, og gæti orðið að veruleika.


mbl.is „Fréttin er fantasía“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband